Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 121

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 121
SIGLUFJARÐARSKARÐ OG STRÁKAVEGUR 121 fjárleysi vekur Fljótamenn til umhugs- unar um möguleika á mjólkursölu til að afla tekna, en þeim voru nær allar dyr lokaðar í þeim málum. Vegir um Lágheiði, Siglufjarðarskarð og til Skagafjarðar lokuðust um veturnætur og urðu ekki færir fyrr en komið var fram á sumar enda mest af vegunum slóðir einar. En helst sér Hannes til sólar með því að líta til Skagafjarðar. Hermann Jónsson bóndi á Ysta- Mói ritar grein í Glóðafeyki, sem dag- sett er 5. nóvember 1954, þar sem hann fjallar um helstu viðfangsefni framtíðarinnar í Fljótum og lítur málið öðrum augum en Hannes. Hann kemst svo að orði um mögulega sölu mjólkur úr Fljótum: „Mjólkursala, þarf að geta farið fram frá búum í Fljótum, en eins og nú er háttað um samgöngur o.fl. er það ekki hægt. Í mjólkursölumáli Fljótamanna á aðalmarkmiðið að vera bygging mjólkurhreinsunarstöðvar og nýmjólkursala til Siglufjarðar, allt árið.“14 Mánudaginn 9. febrúar 1959 ritar Hermann vegamálastjóra bréf þar sem hann hvetur til skjótra aðgerða í vegagerð milli Reykjarhóls á Bökkum og Mósvíkur og vegur sá verði undir- byggður á komandi sumri. Honum svarar Snæbjörn Jónasson (1921–1999) verkfræðingur með bréfi 10. mars 1959. Í því kemur fram að fjárveiting til þessa verkefnis nægi ekki til að ljúka því, en hann bendir Hermanni á að stundum hafi Ræktunarsamband Skagafjarðar lán- að vélavinnu til vega, þegar menn hafi viljað ná vissum áföngum. Í Tímanum fimmtudaginn 5. maí 1960 er viðtal við Hannes Hannesson á Melbreið. Þar segir hann um mögulega mjólkursölu úr Fljótum: „Vegleysið inn til Skagafjarðar stendur Fljótamönnum mjög fyrir þrifum, því að um leið og vegurinn yrði fullbúinn, tækju þeir að flytja mjólk til Sauðárkróks, til þess hugsa allir. Þykir okkur hart að vera þannig útilokaðir frá sambandi við meginhéraðið drjúgan hluta úr árinu.“15 Þegar hér er komið sögu virðist sem Fljótamenn hafi verið nokkuð sammála um að snúa sér til Skagafjarðar varðandi sölu á mjólk. Líklega þótt ganga seint með Siglufjarðarveg ytri, þ.e. Strákaveg. Í fréttapistli í blaðinu Degi 23. mars 1963 má svo lesa þessa frétt úr Fljótum norður: „Þetta er fyrsti veturinn, sem héðan er mjólkursala úr sveitunum. Flutningar hafa gengið greiðlega.“16 Mjólkursala úr Fljótum virðist því hafa hafist sumarið 1962 með reglubundnum flutningum upp á Sauðárkrók. Þar með hafði orðið að veruleika draumur bænda í Fljótum um að geta selt mjólk í samlag. Ljóst er af þessu að Fljótamenn hafa um Á Siglufjarðarskarði 19. júní 1948. Algeng snjódýpt á veginum var 5 til 9 metrar. Jón Víðis. Ljósmyndasafn Vegagerðarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.