Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 135
SIGLUFJARÐARSKARÐ OG STRÁKAVEGUR
135
var tekin en Þórður Eyjólfsson (f. 1927)
frá Stóragerði segir hana hafa verið
tekna úr krús neðan við Ósland. Hann,
Jóhannes Hansen o.fl. keyrðu undan
skóflunni.39 Þetta var ári áður en turninn
var byggður en líklegt er að menn hafi
viljað nýta tiltæk tæki og einnig að
komast hjá því að flytja mölina vorið
1949 því vegurinn fram Hjaltadalinn að
austan var lélegur á þessum árum og oft
mikið um drulluslörk í honum á vorin.
Fyrsta jarðýtan keypt
VIGGÓ VANN hjá Vegagerðinni þar
til hann keypti sína fyrstu jarðýtu á
Akureyri í febrúar árið 1958. Ófært
var norður um Öxnadalsheiði og fékk
Viggó far með bíl frá Hansensbræðrum
frá Blönduósi til Sauðárkóks og þaðan
með Drangi til Akureyrar. Vélin var
af gerðinni International TD-14, sem
hann keypti af Magnúsi Oddssyni
(1915–1998) á Glerá, en hann hafði
keypt hana af Mjólkursamlagi KEA,
sem fékk hana nýja. Vélina keyrði Viggó
frá Akureyri til Blönduóss. Í leiðinni
ruddi hann snjó af vegi í Öxnadal og á
Öxnadalsheiði en bílar biðu í Varmahlíð
eftir að komast norður. Ferðalagið tók
hann tvo sólahringa og gisti hann á
Bægisá, líklega þeirri ytri. Yfir brúna
á Grundarstokknum komst hann ekki
nema taka tönnina af vélinni. Hann
festi hana aftan í ýtuna og dró hana yfir
brúna. Brúin á Húseyjarkvíslinni var svo
mjó að ekki var hægt að aka vélinni yfir
hana þótt tönnin væri tekin af henni. Ís
var á kvíslinni. Viggó reyndi hann með
járnkarli, sem hann hafði meðferðis,
og mat að yfir mætti aka vélinni, sem
hann og gerði. Ísinn seig nokkuð undan
ýtunni þannig að vatn spýttist upp um
götin eftir járnkarlinn en ísinn hélt.
Með þessari vél fór Viggó að vinna hjá
Vegagerðinni sumarið 1958. Í veginum
frá Hraunum út að Heljartröð vann
hann sumarið 1960 en þá var honum ýtt
upp.
Viggó byrjar í Strákavegi
VORIÐ 1963 kaupir Viggó Caterpillar
D-7 E vél, sem skipað var upp á
Siglufirði. Henni ók hann yfir Siglu-
fjarðarskarð og mokaði snjó af því um
leið. Á móti honum frá Fljótum mokaði
Gísli Gunnarsson (1922–2008) með
Allis-Chalmers víravél (tönninni lyft
með spilvírum) frá Vegagerðinni. Viggó
hafði samið um vinnu í Strákavegi áður
Viggó Brynjólfsson og Steingrímur Felixsson
kampakátir hvor á sínu tannarhorni sumarið
1963.
Ljósm.: Ólafur Ragnarsson.