Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 138
SKAGFIRÐINGABÓK
138
þeirra hefði ekki þurft að spyrja að
leikslokum. Eftir hverja sprengingu
var vegsvæðið hreinsað með jarðýtu og
leikurinn endurtekinn. Loftpressan var
á hálfframbyggðum trukki, miklum
bensínhák. Víða voru leirlög í berginu
og þurfti þá að hafa varann á svo að
borinn festist ekki. Þá gat orðið erfitt
að losa hann. Eitt sinn festu þeir Gísli
Víðir og Guðmundur borinn á fimm
metra dýpi og voru búnir að reyna lengi
að losa hann, án árangurs. Síðast fengu
þeir Viggó með ýtuna, bundu borinn við
tönnina en þegar henni var lyft slitnaði
hann.41
Svavar Jónsson ýtumaður minnist
vinnu sinnar í Mánárskriðum í samtali
við Hjalta Pálsson (f. 1947) í desember
2015: „Ég var hálf lofthræddur til að
byrja með en þetta vandist. Það var
gaman að ýta þarna, það var svo gott
að losna við efnið. Maður var fljótur
að fá tilfinningu fyrir því hversu tæpt
mátti fara á brúninni. Þegar maður
náði nógu stórum björgum var gaman
að sjá þau skoppa niður í sjó. ... Ég
man ekki alveg hvernig það var, hvort
við vorum komnir alveg norður úr
skriðunum, þegar við fórum aftur suður
fyrir Almenningsnöfina í nefið þar sem
vegurinn sígur alltaf. Þar var framskriðið
stundum svo mikið að þegar við komum
úr mat var vegurinn horfinn fram í sjó,
sem við höfðum ýtt upp um morguninn.
... Ég var þarna á ýtu með Viggó sumarið
1963 fram í september. ... Ég held
að lokið hafi verið við Skriðurnar að
mestu þetta sumar. Maður var alltaf
hálf hræddur við grjóthrun ofan úr
klettunum, sérstaklega eftir rigningu. En
við fengum aldrei hrun á okkur.“42
Þegar kom í mynni Mánárdals var
land blautt og erfitt um vegagerðina. Þar
unnu Gísli Óskarsson (1932–2013) og
Garðar Guðjónsson (f. 1932) því þeir
voru með léttar vélar, sem hentuðu betur
International BTD-8, B-2 frá Ræktunar-
sambandi Skagafjarðar illa föst í brekkunni
vestan við Mánána sumarið 1964. Ýtustjóri
er Gísli Óskarsson frá Þúfum í Óslandshlíð.
Ljósm.: Gísli Víðir Björnsson.
Svona var unnið að þessari vegagerð sumarið
1964. Um miðja mynd sést í veginn út með
fjallinu Dalaseta.
Ljósm.: Svavar Jónsson.