Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 139
SIGLUFJARÐARSKARÐ OG STRÁKAVEGUR
139
við þessar aðstæður. Ruðningurinn var
svo blautur að oftast var ekki hægt að
bakka vélinni til baka. Vír var festur í
dráttarbeisli vélanna. Vél Gísla var notuð
við að ýta fram og hún dregin til baka
með vél Garðars. Þetta var seinlegt en
vannst með seiglunni.
Út fyrir ofan Dalabæ, út með fjallinu
Dalaseta, eru mýrar og móar með
skriðum í bland út um Hrafnabjörg. Í
Herkonugili voru klappir, sem ýturnar
unnu ekki á og þurfti þar dálítið að
sprengja. Erfiðast var að leggja veginn
um Mánárskriður og Herkonugil.
Ræsin á Máná og Engidal
ÞESSI RÆSI voru byggð sumarið 1964
og munu vera fyrstu ræsi sinnar gerðar
hér á landi. Verkinu stjórnuðu Jóhann
Lúðvíksson og Hákon Sigtryggsson
(1920–2010) tæknifræðingur frá Húsa-
vík. Ræsin eru gerð úr báruðum galvanis-
eruðum stálplötum. Breidd þeirra er 3,8
metrar og hæð 4,0 metrar. Plöturnar
voru skrúfaðar saman á staðnum og
við það unnu Gísli Víðir Björnsson frá
Framnesi, Valdimar Stefánsson (1906–
1984) frá Þverá, Trausti Valdimarsson
(1921–1997) frá Sólheimum, Gestur
Pálsson (1925–2013) frá Bergsstöðum í
Svartárdal og Svavar Jónsson frá Mola-
stöðum í Fljótum. Erlendur maður
stjórnaði samsetningunni. Þannig var
að henni unnið að settur var sandur
undir ræsin og fyrsta platan lögð á hann
og síðan fikruðu menn sig upp. Við
samsetningu ræsanna var notaður langur
stigi úr timbri, þegar ofar kom, og honum
haldið lóðréttum þegar efstu plöturnar
Volvotrukkur Þórðar Eyjólfssonar, á tvöföldu að framan, við ræsið á Máná eftir að búið var að
setja það saman. Eigandi stendur kampakátur við hlið bílsins en á palli eru frá vinstri taldir:
Gísli Víðir Björnsson frá Framnesi, Gestur Pálsson frá Bergsstöðum, Trausti Valdimarsson frá
Sólheimum og Valdimar Stefánsson frá Þverá.
Ljósm.: Svavar Jónsson.