Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 141
SIGLUFJARÐARSKARÐ OG STRÁKAVEGUR
141
hafði verið farið að hans ráðum. Hann
brást heldur illa við og átaldi Jóhann
fyrir tiltækið. Jóhann sagðist skyldu
ræða málið við Snæbjörn Jónasson yfir-
verkfræðing Vegagerðarinnar. Ekki fer
neinum sögum af því sem þeim fór á
milli, en ræsið er enn þann dag í dag eins
og frá því var gengið þessa ágætu nótt.
Jóhann sýndi oft að hann átti til að bera
eðlislæg hyggindi sem í hag komu þegar
á reyndi.43
Fyrsti bíll í Sauðanes
JÓN DÝRFJÖRÐ (f. 1931) segir svo frá ferð
þessari í tölvubréfi og símtali 24. apríl
2016: Hvatinn að ferðinni var sá að frá
árinu 1957 hafði skátafélagið á Siglufirði
oft aðstoðað vitaverðina á Sauðanesi
með ýmsa aðdrætti, þegar veður og færð
hamlaði för. Með tilkomu jarðganga og
vegar var ljóst að ferðum þessum mundi
fækka.
Það hafði lengi blundað með okkur að
fara eina eftirminnilega ferð að Sauðanesi
áður en vegtenging væri komin á.
Hjálparsveitin hafði tekið að sér að koma
upp leiksvæði fyrir börn og unglinga
frammi í firði, fyrir hátíðarhöldin 17.
júní 1964. Um miðjan dag 16. júní var
hafist handa og verkinu lokið kl. 21:40,
allir í hörku stuði, glaðir og kátir. Eftir
að hópurinn hafði prófað klifurturna,
stökkbretti, rennur, rólur og fleira bað
ég um orðið. Hvernig líst ykkur á að
skreppa að Sauðanesi? Það varð löng
Sauðanes 1964.
Ljósm.: Gísli Víðir Björnsson.
Ferðafélagarnir á úteftir leið
við Mánána, búnir að tína
grjót úr vaðinu og bíllinn
kominn yfir: Njörður
Jóhannsson, Sverrir Páll
Erlendsson, Jóhann Ágúst
Sigurðsson, Birgir Vilhelms-
son, Ásgeir Jónasson.
Ljósm.: Jón Dýrfjörð.