Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 170
170
SÖLVI SVEINSSON
FALLEG SÝSLUMÖRKUN
EKKI VAR einfalt fyrr á tíð að skilja
milli jarða afdráttarlaust, hvað þá milli
sýslna sem urðu stjórnsýslusvæði með
Jónsbók 1281, en voru ekki fullmótaðar
í lagalegum skilningi fyrr en síðar. Ótal
dæmi eru um óljós jarðamerki sem
liggja frá „línu í sjónhending til…,
frá steini til steins, frá lækjarósnum
upp í brekkubrún þar sem…“ o.s.frv.
Skýrari eru mörkin þegar lækir eða
ár ráða merkjum – þangað til vatnið
finnur sér nýjan farveg! Skáldleg og
falleg skilgreining á Skagafjarðarsýslu
(í stærstum dráttum) birtist í Lárentíus
sögu Hólabiskups. Auðun rauði Þor-
bergsson kom með Auðunarstofu til
landsins í farteski sínu 1315 og tók við
af Jörundi biskupi dauðum. Þeir áttu
báðir mótdrægt í embætti og mæddust
í mörgu. En veturinn 1319–20 gerðist
þetta skv. sögu Lárentíusar: „Var um
veturinn mjög hart með mönnum; voru
víða hafísar og veðrátta mjög hörð. Gekk
herra Auðun biskup fyrir um vorið að
heitið væri á páskadaginn á hinn blessaða
Jón Hólabiskup að hver skattbóndi
um Skagafjörð skyldi gefa klipping
[sauðskinn sem ullin hefur verið klippt
af ] Hrauna á meðal til þess að kaupa með
líkneski og láta gera hinum heilaga Jóni
Hólabiskupi, en Hrafn Jónsson [bóndi
í Glaumbæ] skyldi fyrir ganga að gjört
yrði. Varð svo skipan á um veðráttuna að
þegar á páskadaginn fyrir hámessu datt
norðanveðrið í logn sem skrínið [með
helgum dómi Jóns biskups] var út borið,
en eftir hámessu var komið á sunnan, en
um kveldið að aftansöng var kominn á
þeyr og sá hélst allt til þess að af tekinn
var allur jökull og snjór og var góður
gróði um vorið en hafís rak í frá“ (Biskupa
sögur III, 340. Guðrún Ása Grímsdóttir
gaf út. Rvk 1998; stafsetning færð til
nútímahorfs).
Hver skattbóndi um Skagafjörð
Hrauna á meðal. Hér er vísað til þess
að Hraun á Skaga er ysti bær við
vestanverðan fjörð, en Hraun í Fljótum
að austan. Sá munur er þó á örnefnunum
að Hraun á Skaga er í eintölu, en Hraun í
Fljótum í fleirtölu. Skagafjörður Hrauna
á milli, þetta er fallega orðað!