Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 172

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 172
SKAGFIRÐINGABÓK 172 kvæðum og sálmum í handritum eftir nokkurt annað samtímaskáld, nema ef vera skyldi Hallgrím Pétursson. Hann virðist hafa verið vinsæll meðal sam- tímamanna og langt fram eftir 18. öld ef marka má vitnisburð handrita. Engu að síður gagnrýnir höfundur bókmenntasögunnar, Páll lögmaður Vídalín, kveðskap Guðmundar harðlega, einkum fyrir óvönduð vinnubrögð og skort á lærðum aðferðum við að yrkja („orðsnilli, tillagsnöfn og talshætti“, eins og það er orðað). Síðari tíma fræðimenn hafa endurtekið ummælin í ritum um íslenska bókmenntasögu. Þannig segir Páll Eggert Ólason: Þegar vér lítum í kvæðabók síra Guðmundar, sjáum vér fljótt, að honum hefir verið mjög létt um að yrkja, en ekki verður sagt, að kveðskapurinn sé að sama skapi merkur eða hrífandi, að minnsta kosti ekki eftir þeim kröfum, sem nútímamenn gera til kveðskapar og listar.5 Böðvar Guðmundsson segir um sama efni: „Annars er málfar hans yfirleitt heldur óvandað og hefur honum verið annað betur gefið en að liggja yfir kvæð- um sínum og fága þau.“6 Víst er það rétt að Guðmundi voru mislagðar hendur en svo var um flesta samtímamenn hans sem lögðu fyrir sig skáldskap. Full ástæða er til að skoða kveðskap hans nánar og gefa hann út, a.m.k. valin verk. Mjög lítið hefur verið prentað eftir hann (sjá skrá yfir prentuð kvæði Guðmundar aftast í greininni) og umfjöllun í bók- menntasöguritum er takmörkuð. Kveð- skapur hans hefur heldur ekki verið rannsakaður að ráði fram að þessu, en kvæðasafn hans er þó á ýmsan hátt athyglisvert og upplýsandi fyrir tíðar- anda, bókmenntasmekk og félagsleg viðhorf á meðal prestastéttarinnar á Íslandi á 17. öld. Jafnframt birta kvæði Guðmundar lífssýn hans sjálfs og gríðar- legan áhuga á sögulegum atburðum og fróðleik, eins og kvæðabálkur hans Ein- valdsóður er til vitnis um og ýmis kvæði önnur sem eru í kvæðabók hans. Guðmundur fæddist í Felli í Sléttuhlíð um 1595, sonur prestshjónanna þar, séra Erlendar Guðmundssonar (d. 1641) og Margrétar Skúladóttur (d. 1638).7 Prestsetrið er ekki langt frá biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal, enda er ýmislegt sem bendir til þess að löngum hafi verið sérstakt samband á milli presta þar og biskupsfjölskyldna á Hólum. Sr. Erlendur, faðir Guðmundar, var um tíma í þjónustu Guðbrands biskups Þorlákssonar (1541‒1627) 5 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi IV. Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, 1926, bls. 760. 6 Böðvar Guðmundsson, „Nýir siðir og nýir lærdómar – bókmenntir 1550–1750“. Í Íslensk bókmenntasaga II. Ritstj. Vésteinn Ólason, bls. 379–519. Reykjavík: Mál og menning, 1993, bls. 463. 7 Um ævi Guðmundar Erlendssonar má m.a. lesa í: Páll Eggert Ólason, Menn og menntir IV, bls. 755−763, og Saga Íslendinga V. Seytjánda öld. Reykjavík: Menntamálaráð og Þjóðvinafélag, 1942, bls. 334−335; Sigurður Nordal, „Lærdómsöld 1630–1750“. Í Samhengi og samtíð I. Ritstj. Jóhannes Nordal, bls. 327–408. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1996; Grímur M. Helgason, „Inngangur“. Í Dæmisögur Esóps í ljóðum eftir Guðmund Erlendsson prest á Felli í Sléttuhlíð. Útg. Grímur M. Helgason, iii–xvi. Reykjavík: Barnablaðið Æskan, 1967.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.