Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 173

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 173
„Á KRISTS YSTA JARÐAR HALA“ 173 og vann með honum að útgáfu Guð- brandsbiblíu, líklega sem setjari í prentsmiðjunni. Heimildir herma að hann hafi fengið eintak af biblíunni að launum frá biskupinum.8 Séra Guð- mundur orti ýmis tækifæriskvæði handa biskupsfjölskyldunni, t.d. bæði erfiljóð eftir Guðbrand biskup og harmljóð handa dóttur hans Halldóru (1573‒1658) eftir lát föður hennar.9 Hann orti einnig eftir Þorlák Skúlason (1597‒1656) biskup,10 sem var dóttursonur Guðbrands, og Benedikt Pálsson (d. 1664) klaustur- haldara á Möðruvöllum,11 sonarson biskups, svo dæmi séu nefnd. Sonur Guðmundar og eftirmaður í Felli, séra Jón Guðmundsson (1631‒1702), orti heillaóskakvæði og skrifaði upp fallegt kvæðahandrit handa þáverandi biskupsfrú staðarins, Ragnheiði Jóns- dóttur (1646‒1715), en hún var gift Gísla Þorlákssyni biskupi, syni Þorláks Skúlasonar.12 Séra Jón Guðmundsson orti einnig erfiljóð eftir móður Ragn- heiðar, Hólmfríði Sigurðardóttur (d. 1692), og málaði mynd af sömu konu á minningartöflu, að beiðni Ragnheiðar.13 Þá orti séra Jón erfiljóð eftir Gísla Þorláksson (1631‒1684) Hólabiskup.14 Í erfiljóði sem Hallur Guðmundsson (f. um 1625), annar sonur skáldsins, orti eftir föður sinn, kemur fram að Guðmundur hafi notið sérstakrar vel- vildar biskupanna: Herra Guðbrandur honum var (háverðuglegrar minningar) ávallt til æru og góða, eins báðir seinni biskupar blessaðir því samhljóða. (153. er.)15 Eins og fram kemur í þessari vísu hefur Guðmundur þjónað undir þremur biskupum: Guðbrandi Þorlákssyni, Þor- láki Skúlasyni, dóttursyni Guðbrands, og syni hans, Gísla Þorlákssyni. Að loknu prófi úr latínuskólanum á Hólum fékk Guðmundur starf djákna á Þingeyrum, þar sem Páll Guðbrandsson (1573‒1621), sonur biskups, var staðar- 8 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár I. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948, bls. 436. 9 Erfiljóðið er m.a. varðveitt í JS 232 4to, bl. 44r−46r. Harmljóðið er í sama handriti, bl. 18r–19r, prentað í Þórunn Sigurðardóttir, „„Jakobs angur eitt var mest /eftir Jósep góða“. Harmatölur í kveðskap frá 17. öld“, Vefnir. Tímarit Félags um 18. aldar fræði. 2004. http://vefnir.is/UserFiles/File/2004/ThorunnSigurdar dottir-JakobsAngur.pdf. 10 Kvæðið er m.a. varðveitt í JS 232 4to, bl. 46r−47r. 11 Kvæðið er varðveitt í ÍB 584 8vo, bl. 49r−56v. Erindi 21−69 pr. í Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Útg. Jón Þorkelsson. Sögurit 4. Reykjavík: Sögufélag, 1906–1909, bls. 455−463. 12 Handritið, Lbs 1205 4to, inniheldur kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum og aftast er kvæði það sem séra Jón Guðmundsson orti til Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúar (sbr. Þórunn Sigurðardóttir, „Handrit Ragnheiðar Jónsdóttur í Gröf“, Margarítur hristar Margréti Eggertsdóttur fimmtugri 25. nóvember 2010. Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, 2010, bls. 101–102). 13 Kvæðið er varðveitt í Lbs 1528 8vo, bls. 69–73. Þar er einnig kvæði eftir skáldið þar sem hann nefnir minningartöfluna. – Hólmfríður Sigurðardóttir (1617–1692) var ekkja séra Jóns Arasonar, prófasts í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Mynd af minningartöflunni hefur víða verið prentuð, m.a. í: Sigurjón Páll Ísaksson, „Legsteinn Kristínar Torfadóttur“, Skagfirðingabók 33, 2011, bls. 99. 14 Erfiljóðið er varðveitt með kvæðum föður hans í JS 232 4to, bl. 532r–534v. 15 Erfiljóðið, sem er 187 erindi, er varðveitt í handritinu Lbs 1529 4to, bls. 1–14; tilvitnun á bls. 12. Það hefur verið skrifað upp í óðfræðigrunninn Braga (http://bragi.arnastofnun.is/).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.