Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 176

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 176
SKAGFIRÐINGABÓK 176 Benedikts.20 Má gera sér í hugarlund að þá hafi þolinmæði biskups verið á þrotum og hann ákveðið að senda óróasegginn Guðmund Erlendsson út í eyju um tíma. Engu að síður mun Guðmundi hafa liðið vel í eynni, eftir því sem fram kemur í sóknarkveðju hans til Grímseyinga: „Grímseyjarkveðja 1634“,21 en þó hefur honum fundist hann hafa verið sendur í hálfgerða útlegð eins og ljóðlínan í fyrirsögn þessarar greinar ber vitni um: „Á Krists ysta jarðar hala.“ Guðmundur Erlendsson er eitt fárra 17. aldar skálda á Íslandi sem fengu verk sín útgefin á prenti í lifanda lífi, en Guðbrandur Þorláksson biskup lét prenta einn af sálmum hans í sálmabók sem hann gaf út árið 1619. Þá var skáldið aðeins 24 ára gamalt. Sálmurinn var endurprentaður í sálmabók sem Gísli biskup Þorláksson gaf út árið 1671 (aðeins ári eftir andlát skáldsins), og þar var öðrum sálmi eftir Guðmund bætt við. Einnig má finna prentaða sálma eftir Guðmund aftan við guðsorðarit frá 17. öld, en auð blöð í slíkum ritum voru einatt nýtt til þess að prenta sálma og andleg kvæði. Hér má nefna til dæmis rit eftir Þjóðverjann Johann Förster, Über das Gebet Manasse in 7 Predigten22 sem var prentað í íslenskri þýðingu árið 1641, með þriðja prentaða sálm Guðmundar aftast til uppfyllingar.23 Að lokum voru sjö píslarsálmar eftir hann prentaðir á Hólum í Hjaltadal árið 1666 með frumprentun Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar (1614‒1674). Sálmar Guð- mundar eru fremst í bókinni, þá sálmar Hallgríms en aftast eru prentaðir tveir nýárssálmar eftir séra Guðmund. Ritið var gefið út aftur árið 1682 með sömu skipan, en ekki oftar.24 Það er nokkuð ljóst að skáldskapur Guðmundar Erlendssonar hefur verið vel metinn af samtímamönnum hans. Sálmar eftir hann voru prentaðir að 20 Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar, bls. 48. 21 JS 232 4to, bl. 43v–44r. 22 Íslenskur titill: Sá gyllini skriftargangur og iðrunarkúnst. 23 Halldór Hermannsson, Icelandic Books of the Seventeenth Century. Islandica XIV. Ithaca NY: Cornell University Press, 1922, bls. 27. 24 Sjá um tilhögun þessa: Þórunn Sigurðardóttir, „Hallgrímur með „síra Guðmund Erlendsson í Felli í bak og fyrir“. Tveir skáldbræður á 17. öld“. Í ljóssins barna selskap, bls. 49–61. Ritstj. Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Reykjavík: Listvinafélag Hallgrímskirkju og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2007, sjá bls. 49–51. – Í greininni er sett fram tilgáta um að persónuleg tengsl hafi verið á milli skáldanna Hallgríms Péturssonar og Guðmundar Erlendssonar. Mynd á bls. 177: Minningartafla í tréramma með erfiljóði Guðmundar Erlendssonar um Þórunni Benediktsdóttur (d. 1628), húsfreyju á Möðruvöllum í Hörgárdal, síðar á Grund í Eyjafirði. Kvæðið er ritað settu letri með eigin hendi skáldsins, í tveimur dálkum. Flagnað hefur upp úr töflunni og texti skertur af þeim sökum. Upphafsstafir eru stórir (fyrsti upphafsstafur langstærstur) og flúraðir í rauðum og grænum lit, sem og upphafsorð kvæðisins. Nöfn í kvæðinu eru rauðlituð, sem og nafn hinnar látnu í fyrirsögn. Í vinstra horni neðst stendur: „Skrifað í [Glæsi]bæ […]“, en Guðmundur var prestur í Glæsibæ í Eyjafirði á þriðja áratugi aldarinnar. Í hægra horni neðst: „Guðmun[du]r pr. Ellendsson með e.h. 12 februarii.“ Taflan er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands (Þjms 10963). Birt með góðfúslegu leyfi frá ÞÍ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.