Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 189

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 189
189 SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON MINNINGARTAFLA GÍSLA JÓNSSONAR Í HÓLADÓMKIRKJU SEGJA MÁ að fram yfir miðja 19. öld hafi eina listasafn hér á landi verið í Hóladómkirkju. Þar héngu á veggjum allmörg málverk, flest af Hólabiskupum frá og með Guðbrandi Þorlákssyni, en einnig flutu fleiri með, m.a. tvö málverk eftir hinn kunna hirðmálara Dana, Jacques d'Agar (1642–1715), annað af Kristjáni konungi fimmta (1646– 1699) og hitt af launsyni hans Ulrik Christian Gyldenløve (1678–1719) stiftamtmanni á Íslandi. Flest málverkin eru nú í Þjóðminjasafni, en eftirmyndir biskupamyndanna eru á Hólum. Þann 8. ágúst 1826 vísiteraði Stein- grímur biskup Jónsson Hóladómkirkju. Hann var áhugamaður um fornar minjar og lét við þetta tækifæri skrá nákvæma lýsingu á kirkjunni og gripum hennar. Í úttektinni segir m.a.: Yfir kórdyrum að framan er gömul vængjabrík, með innsettum myndum af alabastur; þar hángir og í gylltum ramma með gleri yfir, skilderie [mynd] b(isku)ps dr. Finns Jónssonar. Og í prófastsvísitasíu 19. nóvember 1860, segir: Sunnanmegin á hliðinni [á suðurvegg] eru andlitsmyndir biskupanna Þorláks Skúlasonar, útsaumuð í lérepti á gylltum ramma, Sigurðar Stephánssonar og Steins Jónssonar á vaxdúki, hverutveggja í gylltum römmum, og fyrir innan þau þrjú síðast nefndu skilderier hángir í litlum gylltum ramma með gleri yfir, skilderi biskups dr. Finns Jónssonar. Finnur Jónsson var að vísu biskup í Skálholti. Hann var merkur fræðimaður og samdi mörg rit um guðfræði og kirkjusögu. Þekktust er Kirkjusaga Íslands á latínu, sem kom út í fjórum bindum á árunum 1772–1778. Finnur hlaut doktorsnafnbót í guðfræði 1774, fyrstur Íslendinga. Ástæðan fyrir því að mynd hans var í Hóladómkirkju er sú að Gísli Jónsson sem var prestur þar 1817–1828, var dóttursonur Finns, sonur Margrétar Finnsdóttur í Neðra- Ási. Líklegt er að Gísli hafi gefið kirkjunni myndina. Engin mynd var til af Jóni Teitssyni biskupi, föður Gísla, en með myndinni af Finni fékk fjölskyldan fulltrúa í myndasafni kirkjunnar um leið og vakin var athygli á skyldleikanum við þennan merkismann. Myndin af Finni gæti hafa verið sú steinprentaða mynd sem fylgdi fjórða bindi Kirkjusögu hans, 1778. Hún virðist hafa glatast á síðari hluta 19. aldar, því að í prófastsvísitasíu 1. nóvember 1881 segir að þá vanti »mynd af Finni biskupi«, sem tilgreind var í skoðunargjörðinni 1860. – Finnur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.