Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 194

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 194
SKAGFIRÐINGABÓK 194 8 Um Guðbrand Stephensen: Kristmundur Bjarnason: Sendibréf frá 19. öld. Skagfirðingabók 6, 1973, 147– 155. Þar er dánarár Guðbrands sagt 1857, sem rekja má til villu í Íslenzkum æviskrám II, 113. sinnar, fór utan síðsumars og var í förum næstu misseri, dvaldist lengstum í Kaupmannahöfn. Árið 1847 settist hann að í Reykjavík hjá Guðrúnu dóttur sinni og Teiti Finnbogasyni manni hennar og fékkst þar við smíðar. Hann varð þjóðkunnur fyrir að finna upp og smíða ýmis jarðyrkjuverkfæri, svo sem undirristuspaða sem var notaður um allt land við túnasléttun. Guðbrandur reyndist Skagfirðingum þarfur maður, bæði með bættum verslunarháttum og smíðum sínum.8 Skömmu eftir jarðarför Gísla fara erfingjarnir að undirbúa að fá legstein frá Kaupmannahöfn. Þann 12. febrúar 1839 skrifar Guðmundur Einarsson í Efra-Ási Finni Magnússyni bréf, þar sem segir: Velbyrdige / Hr. professor F(innur) Magnussen / Hæstvirti herra! Orðsökin til að eg ókunnugur ónæði yður með þessum línum er sú, að eg er einn af tengdasonum sr. Gísla nú sál(uga) Jónssonar, skyldmennis og vinar yðar. Þennan merkismann þóknaðist alvöldum Drottni að burtkalla frá þessum heimi þann 13da Novembr(is) fyrra ár. Þess vegna er það mín og allra viðkomenda bón til yðar, að þér viljið svo vel gjöra að semja grafskrift yfir þennan burtdána merkismann, sömuleiðis að útvega passandi líkstein og láta letra hann með grafskriftinni, ef mögulegt er koma hönum með Skagafjarðar-kaupskipum á næstkomandi sumri. Okkar kaupmenn hér eru Hr. Guðman og Hr. M. C. Nissen, sem þér máske þekkið báða. Ómak yðar og kostnað með steininn skal eg þakklátlega betala, en falli eg frá, svara hinir erfing‹j›arnir til peninganna. Hér með fylgir Nóta yfir merkilegustu atburði sr. Gísla sál(uga) viðvík‹j›andi. Finnur tók að sér málið og fékk tilboð í legstein og sendi Guðmundi. Hann svarar 12. febrúar og 19. ágúst 1840, þar sem rætt er um verðið, 40 ríkisdali, og flutning á steininum. Loks skrifar Guðmundur frá Nautabúi í Hjaltadal 1. október 1841 og hefur þá séð sig um hönd: S(alvo) T(itulo) Herra professor F(innur) Magnússon Yðar heiðraða síðasta tilskrif þakka eg hérmeð alúðlegast, ásamt ómaki og fyrirhöfn er þér hafið haft þess efni viðvík‹j›andi. / Við ætting‹ja›r prestsins sál(uga) sr. Gísla Jónssonar höfum komið okkur saman um að hætta viðleitni að fá líkstein sökum þess að kaupmenn okkar hér eru okkur frábærlega erfiðir í því tilliti. En það er mín innileg bón til yðar að útvega Töflu (sjálfsagt prýðilega) sem yður þykir sæma, og fel yður á hendur að ráða gjörð eður smíði hennar í öllu tilliti, líka hvað og hvörnin á hana skal rita. Peningana bið eg yður taka hjá kaupmanni Nisson [í Grafarósi] og vara af þeim því er þarf til töflunnar og senda mér afganginn ásamt töflunni með kaupmanns Guðmans skipum sem ákvörðuð eru hingað til Hofsóss. Hann hefur lofað mér að flytja oftnefnda töflu. / Fyrirgefið hæstvirti herra það ónæði er eg svo þrásamlega gjöri yður og verið alúðlegast kvaddur ásamt heiðruðu ættmennum af, / Yðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.