Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 151
143
orkumikið fóður. Það átti svo sem ekki að koma neinum á óvart að með því móti mætti spara
kjarnfóður. Auk þess er ekki unnt að fóðra til fullra afurða ef seint er slegið. í upphaflegu
líkani voru áhrif heygæða, og þar með sláttutíma, að vísu nokkuð ýkt, og líkan heyöflunar er
um of einfaldað. T.d. fæst ekki mynd af því hvernig lakara fóður getur nýst handa lágmjólka
lcúm og geldneytum án þess að dragi úr hagkvæmni rekstrarins. Áform voru um að endurbæta
líkanið árið 1984. en til þess fékkst ekki fé. Hins vegar er óhætt að segja að niðurstöðumar
hafi haft þau áhrif að áhersla á rannsóknir á sláttutíma og heygæðum jókst.
í reiknilíkani af kúabúi fékkst tillaga að áburðarkaupum sem útkoma úr líkaninu. Áætl-
aðan sláttutíma þurfti hins vegar að gefa upp sem hluta af kennistærðum búsins. Áhrif hans
fengust með því að skipta um siáttutíma og fá nýja útlcomu. Með sláttutíma er þá í rauninni átt
við meðalsláttutíma þess fóðurs sem kúnum er ætlað meðan þær eru fóðraðar til afurða.
Eins og nærri má geta hefur verið unnið að líkani af kúabúi víða erlendis. I Noregi er
unnið að túnræktarhluta slíks líkans. í löndum þar sem vetur eru mildir er einlcum fengist við
kýr á beit (t.d. Topp og Doyle 1996). Ef ráðist verður í endurgerð líkans af kúabúi væri eðli-
legt að tengja það líkani af grasrækt eins og þess sem getið er hér á eftir. Heygæði ráðast
einnig af heyverkuninni og gangur heyskaparins hefur áhrif á siáttutímann. Því þarf einnig
heyskaparlíkan (Gísli Sveirisson 1999). Þessi líkön mætti þó eflaust einfalda verulega í þessu
samhengi. Líkan af heilu búi er í eðli sínu gróft og því eldd þörf á sömu upplausn. Spretta og
áburðarsvörun er ólík á einstökum spildum og hún er breytileg frá ári til árs. Ólíklegt er að
unnt reynist að segja fyrir um einstök frávik. Þá óvissu sem eftir er þarf að taka til greina í
líkaninu sem slembibreytu eða með því að gera hermilíkan. Álnif óvissu eru að jafnaði ólínu-
leg. Afleiðing þess er m.a. að meðalskilyrði gefa útkomu sem er annað hvort betri eða lakari
en sú sem vænta má að meðaltali. T.d. mun óvissan væntanlega hafa þau áhrif að mælt sé
með rneiri áburðarnotkun en ella væri.
LÍKAN AF GRASRÆKT
Vöxtur og þroski grass er algengt viðfangsefni líkana og ýmsar rannsóknir eru gerðar til að
afla þeirra gagna sem þörf er á til að slík líkön geti orðið raunhæf. í Svíþjóð hefur verið gert
líkan af grasvexti og þroska í þeim tilgangi að geta sagt með um tveggja vikna fyrirvara fyrir
um heppilegan sláttutíma með tilliti tii próteins og orkugildis, þannig að ekki skakki meira en
hálfri viku til eða frá (Gustavsson 1995). Nolckuð erfitt er að segja fyrir um próteinið, því að
það fer bæði eftir því hve ört sprettur og því hve mikið losnar úr jarðvegi, en það getur verið
mjög breytilegt frá ári til árs og milli staða.
Hér á Iandi er nú þegar til allmikil þekking á þeim þáttum sem hafa áhrif á vöxt og
þroska grasa. Við höfum nokkuð góða mynd af sprettuferlum mismunandi tegunda (Guðni
Þorvaldsson og Hólmgeir Björnsson 1990, Hólmgeir Bjömsson og Jónatan Hermannsson
1990), áhrifum veðurþátta á sprettu og byrjun gróanda (Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir
Björnsson 1990, Guðni Þorvaldsson 1998). Enn fremur nokkuð góða mynd af þróun meltan-
leika og próteins yfir sumarið (Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Bjömsson 1990, Hólmgeir
Björnsson og Friðrik Pálmason 1994). Þá höfum við niðurstöður um áhrif áburðartíma, beitar
og sláttar árið áður (Ríkharð Brynjólfsson 1994, Hólmgeir Björnsson 1998) og um áhrif
sláttutíma á endingu vallarfoxgrass (Jónatan Hermannsson og Áslaug Helgadóttir 1991). Þá er
og til á RALA mikið safn grassýna af ýmsum tegundum, sem safnað var með jöfnu millibili
allan sprettutímann, bæði í fyrri slætti og endurvexti árin 1993-1995. Efnagreiningar á
þessum sýnum munu styrkja grunninn enn frekar og því mikilvægt að ljúka þeim.
Vegna þess að þessir áhrifaþættir eru sumpart samverkandi og eftirverkunar gætir off er
þess vænst að reiknilíkan geti orðið gagnlegt hjálpartæki við að tengja saman og fá betri