Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 139

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 139
138 og bein gjá væri á milli mannfólks og annarra dýra. Munurinn á innra lífi þess og annarra dýra, að minnsta kosti þeirra sem eru þróunarfræðilega náskyld því, svo sem önnur spendýr, lægi ekki í einhvers konar eðlislægu tómarúmi eða vöntun, heldur í ólíkum mælikvörðum. Þetta opnaði alveg nýja gátt innan dýrasögunnar og í raun sérstakan flokk síð-darwinískra skálda sem báru kennsl á byltinguna sem hafði átt sér stað í afstöðunni til sambands manna og dýra og vildu taka virkan þátt í að móta nýja strauma í tengslum okkar við frændtegundirnar. „Við horfum djúpt í augu ákveðinna ferfættra ættingja okkar og bregð- ur við að sjá eitthvað þar að baki, sem áður var óþekkt, en sem nær nú sam- bandi við okkar innra sjálf, vitsmunalega ef ekki andlega“, ritar Roberts um vísindaleg tímamót í skilningi á innra lífi annarra dýra eftir skrif Darwins og bætir síðan við að „við höfum skyndilega öðlast nýja og skýrari sýn. Við höfum mætt augliti persónuleika, þar sem við áður fyrr ákváðum í blindni að ekkert væri annað en einföld eðlisávísun og sjálfvirkni“.9 Roberts sá sjálfan sig og aðra dýrasagnahöfunda sem landkönnuði á leið um þennan undarlega og ókortlagða heim. Rannsóknir þeirra voru gerðar með tólum skáldskaparins, en ekki hinni hreinu, vísindalegu aðferð, sem gerði að verkum að „raunsæislegar“ dýrasögur Roberts og annarra standa enn sem einstakar ímyndaðar ferðir inn í hugarheim annarra dýra og þar af leið- andi sem góður upphafspunktur til að ræða dýrasögur sem róttæka bók- menntahefð innan heimspeki mannmiðjunnar.10 Í umræðu um kanadískar 9 Charles G.D. Roberts, The Kindred of the Wild, bls. 23–24. 10 Stór hluti doktorsritgerðarinnar er tileinkaður umræðunni um mannmiðju og mannhverfa hugsun, eða anthropocentrisma, þar sem ólíkar skilgreiningar hug- taksins eru ræddar og gagnrýndar. Þar er m.a. greint á milli óumflýjanlegrar mann- miðju (e. inevitable anthropocentrism) (því upplifun okkar er ávallt skilyrt af mennsku sjónarhorni) og skaðlegrar mannmiðju (e. pernicious anthropocentrism), en það er hugmyndafræði þeirrar síðarnefndu sem vísað er til hér. Skaðleg mannmiðja snýst í stuttu máli um að forgangsraða ávallt hagsmunum mannskepnunnar umfram hagsmuni annarra dýra (og umhverfisins), sama hversu smávægilegir eða miklir þeir kunna að vera, og að taka lítið sem ekkert tillit til annarra þátta umhverfisins heldur en þeirra sem snerta mannfólk beint. Að sama skapi hefur skaðleg mann- miðjuhugsun áhrif á hugmyndir okkar um önnur dýr, með því að skilgreina þau og veita þeim gildi út frá samanburði við mannfólk (t.d. með gáfnafar mannfólks sem viðmiðunarstuðul), en ekki með því að líta á dýrin sem sjálfstæðar verur eða sem hluta af þróunarfræðilegu vistkerfi (sem mannskepnan er auðvitað líka hluti af). Slík hugsun felur t.d. í sér ákveðna afbökun á þróunarkenningunni með því að viðhalda stigveldishugsun á milli tegunda, þar sem maðurinn trónir iðulega á toppnum og öll önnur dýr eru skipuð í lægri sæti. Gangandi þráður í ritgerðinni snýst um að dýrasögur geti ögrað þessari skaðlegu mannmiðju með áherslu sinni á hið dýrslega GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.