Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 15
14
og orðið „dulvísindi“ (þ. Geheimwissenschaft) bendir til – sem forgöngu-
maður mannspekinnar, Rudolf Steiner notaði um þau fræði sín sem lutu
að því sem blasti ekki bókstaflega við sjónum – snerist málið ekki um andóf
gegn vísindum almennt heldur aðra sýn, annars konar vísindi.16 Það er
því tímanna tákn að í stóra ævisögulega handritinu kveðst Þórbergur hafa
pantað „þrjú undirstöðurit“ nítjándu aldar, The Secret Doctrine (Leyndu
kenninguna, 1888) eftir annan stofnanda guðspekihreyfingarinnar, H.P.
Blavatskíj, Human Personality (Persónuleika mannsins, 1903) eftir „Fredrik
Meyer“, þ.e. enska sálfræðinginn Frederic W.H. Myers, og bók Charles
Darwin, On the Origin of Species (Uppruna tegundanna, 1859).17 Um lestur
þessara rita segir skáldið:
Hubert van den Berg o.fl., Amsterdam og New York: Rodopi 2012, bls. 587–597;
Tine Colstrup, „Hilma af Klint. Abstrakt Pioner“, Louisiana Revy 2/2014, bls 47–68.
Um Kandinskíj, sjá t.d. Rose-Carol Washton Long, „Occultism, Anarchism, and
Abstraction. Kandinsky’s Art of the Future“, Art Journal 1/1987, bls. 38–45; Tessel
M. Bauduin, „Abstract Art as „By-Product of Astral Manifestation“. The influence
of Theosophy on Modern Art in Europe“, Handbook of the Theosophical Current,
bls. 429–445, Wassily Kandinsky, Über das Geistige in der Kunst, insbesondere in der
Malerei, München: Reinhard Piper, 1911. Um Yeats, sjá t.d. Leon Surette, The Birth
of Modernism. Ezra Pound, T.S. Eliot, W.B.Yeats and the Occult, Montreal: McGill-
Queen’s University Press, 1993, t.d. bls. 5–36; Timothy Materer, Modernist Alchemy.
Poetry and the Occult, ithaca og London: Cornell University Press, 1995, bls. 1–24.
Um Belýj, sjá Vladimir E. Alexandrov, Andrei Bely. The Major Symbolist Fiction,
Cambridge Massachusetts: Harvard University Press, 1999 [1985], hér einkum bls.
100–152. Um T.S. Eliot, sjá t.d. Cleo McNelly Kearns, T.S. Eliot and Indic Traditions.
A Study in Poetry and Belief, Cambridge: Cambridge University Press, 1987; Leon
Surette, The Birth of Modernism, t.d. bls. 5, 8 og 69; Donald J. Childs, T.S. Eliot.
Mystic, Son and Lover, New York: Bloomsbury, 2014, bls. 84–127. Um Cyril Scott,
sjá t.d. Bob van der Linden, „Cyril Scott. „The Father of Modern British Music“
and the Occult“, Music and Empire in Britain and India. Identity, Internationalism, and
Cross-Cultural Communication, New York: Palgrave Macmillan, 2013, bls. 33–53.
16 Sjá t.d. Rudolf Steiner, Die Geheimwissenschaft im Umriss, Hamborg: Severus, 2014
[1925]. Þórbergur talar sjálfur um „dulræn vísindi“, t.d. í Bréfi til Láru, bls. 48.
17 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 66. Á Landsbókasafni er bókin
Darwínskenning um uppruna dýrategunda og jurta eftir G. Armauer Hansen. Þýtt
hefur og breytt að nokkru Helgi Pjetursson, Reykjavík: Hið ísl. þjóðvinafjelag,
1904. Á eintakið er skrifað: „Þórbergur Þórðarson. Apríl 1920“. Sjá einnig H.P.
Blavatsky, The Secret Doctrine. The Synthesis of Science, Religion, and Philosophy,
1. bindi: Cosmo genesis, London: The Theosophical Publishing Company, 1888;
Frederic W.H. Myers, Human Personality and Its Survival of Bodily Death i–ii, New
York: Longmans, Green, and Co., 1903–1904; Charles Darwin, On the Origin of
Species by Means of Natural Selection, London: John Murray, 1859. Í Bréfi til Láru
segist Þórbergur hafa varið „nálega heilum vetri“ í að lesa rit Myers, „(1258 blaðsíð-
ur) niður í kjölinn“ (bls. 172).
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR