Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 31

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 31
30 niðurstaðan úr samanburðinum á þessum tveimur?88 Þekkti íslenski rit- höfundurinn verk Ramacharaka og rússneska leikstjórans? Ósennilegt verður að kallast að Þórbergur hafi ekki að minnsta kosti haft spurnir af Ramacharaka ef hugsað er um öll þau samtöl sem hann hefur átt við áhugamenn um austræn fræði, jafnt innanlands sem utan, og vinsældir rita Ramacharaka.89 En ég hef engar heimildir um að hann hafi lesið hann og heldur ekki Stanislavskíj enda finnst mér það ekki lykilatriði. Mestu skiptir að samanburðurinn vekur athygli á ýmsum aðferðum íslenska skáldsins sem ráðast af afstöðu þess; skýrir frekar samhengið milli pólitískra skoðana þess og hugmynda þess um einstakling og alheim, og sýnir hvernig hug- myndirnar sem það nýtti sér einkenna ákveðna tíma og marka fleiri lista- menn. Það hefði því mátt taka dæmi af öðrum, t.d. írska skáldinu William Butler Yeats. Hann segir til að mynda á einum stað: Það eru tengsl milli aga og leikskynjunar. Ef við getum ekki ímynd- að okkur okkur sjálf, ólík því sem við erum, og gert ráð fyrir öðru sjálfi, getum við ekki beitt okkur aga þó að við kunnum að gang- ast undir hann frá öðrum. Virk dygð, ólíkt óvirkri viðurkenningu á ríkjandi kóða er þess vegna leikræn, meðvitað dramatísk og felur í sér að bera grímu.90 88 Eitt af því sem þyrfti að kanna og snýr að eftirhermum Þórbergs eru hugsanleg tengsl þeirra við líf og störf Marks Twain en það verður að bíða betri tíma. Svipaða sögu er að segja um ýmsa höfunda sem hrifu bæði Þórberg og Stanislavskíj, t.d. Lev Tolstoj. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að Stanislavskíj setti upp þrjú verk belgíska skáldsins Maurice Maeterlincks árið 1904 og tók þá að þróa „kerfi“ sitt, sbr. R. Andrew White, „Stanislavsky and Ramacharaka“, bls. 75. Tíu árum seinna birtist grein Bjargar [Þorláksdóttur] Blöndal, „Hvað er dauðinn?“, þar sem hún ræðir um bók Maeterlincks, La mort, sem þýdd var sama ár á dönsku. Sjá Björg Blöndal, „Hvað er dauðinn?“, Skírnir 1/1914, bls. 35–48. Þar eð Þórbergur segist hafa lesið „allt sem út hafði komið á íslensku“ um handanfræði, vaknar sú spurning hvort grein Bjargar hafi orðið til þess að hann kynnti sér Maeterlinck, sjá Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 66. Belgíska skáldið hvarf frá kaþólsku til dulhyggju og það ætti að hafa vakið sérstakan áhuga Þórbergs, jafnlítið sem honum var um kaþólsku gefið. 89 Í þeim gagnagrunni sem aðgengilegur er á timarit.is er Ramacharaka ekki nefndur fyrr en árið 1959 og þá af því að Eggert P. Briem hefur þýtt eftir hann bókarkafla í Ganglera, sjá „Gangleri“, Alþýðublaðið, 12. júní 1959, bls. 11. 90 W.B. Yeats, „Estrangement“, The Collected Works of W.B. Yeats, 3. bindi: Autobiograp- hies, ritstj. William H. O’Donnell og Douglas N. Archibald, New York: Scribner 1999, bls. 339–365, tilvitnun bls. 347, leturbreyting mín. Á ensku segir: „There is a relation between discipline and the theatrical sense. if we cannot imagine ourselves as different from what we are, and assume that second self, we cannot impose a BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.