Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 31
30
niðurstaðan úr samanburðinum á þessum tveimur?88 Þekkti íslenski rit-
höfundurinn verk Ramacharaka og rússneska leikstjórans? Ósennilegt
verður að kallast að Þórbergur hafi ekki að minnsta kosti haft spurnir
af Ramacharaka ef hugsað er um öll þau samtöl sem hann hefur átt við
áhugamenn um austræn fræði, jafnt innanlands sem utan, og vinsældir rita
Ramacharaka.89 En ég hef engar heimildir um að hann hafi lesið hann og
heldur ekki Stanislavskíj enda finnst mér það ekki lykilatriði. Mestu skiptir
að samanburðurinn vekur athygli á ýmsum aðferðum íslenska skáldsins
sem ráðast af afstöðu þess; skýrir frekar samhengið milli pólitískra skoðana
þess og hugmynda þess um einstakling og alheim, og sýnir hvernig hug-
myndirnar sem það nýtti sér einkenna ákveðna tíma og marka fleiri lista-
menn. Það hefði því mátt taka dæmi af öðrum, t.d. írska skáldinu William
Butler Yeats. Hann segir til að mynda á einum stað:
Það eru tengsl milli aga og leikskynjunar. Ef við getum ekki ímynd-
að okkur okkur sjálf, ólík því sem við erum, og gert ráð fyrir öðru
sjálfi, getum við ekki beitt okkur aga þó að við kunnum að gang-
ast undir hann frá öðrum. Virk dygð, ólíkt óvirkri viðurkenningu á
ríkjandi kóða er þess vegna leikræn, meðvitað dramatísk og felur í
sér að bera grímu.90
88 Eitt af því sem þyrfti að kanna og snýr að eftirhermum Þórbergs eru hugsanleg
tengsl þeirra við líf og störf Marks Twain en það verður að bíða betri tíma. Svipaða
sögu er að segja um ýmsa höfunda sem hrifu bæði Þórberg og Stanislavskíj, t.d. Lev
Tolstoj. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að Stanislavskíj setti upp þrjú verk
belgíska skáldsins Maurice Maeterlincks árið 1904 og tók þá að þróa „kerfi“ sitt,
sbr. R. Andrew White, „Stanislavsky and Ramacharaka“, bls. 75. Tíu árum seinna
birtist grein Bjargar [Þorláksdóttur] Blöndal, „Hvað er dauðinn?“, þar sem hún
ræðir um bók Maeterlincks, La mort, sem þýdd var sama ár á dönsku. Sjá Björg
Blöndal, „Hvað er dauðinn?“, Skírnir 1/1914, bls. 35–48. Þar eð Þórbergur segist
hafa lesið „allt sem út hafði komið á íslensku“ um handanfræði, vaknar sú spurning
hvort grein Bjargar hafi orðið til þess að hann kynnti sér Maeterlinck, sjá Þórbergur
Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 66. Belgíska skáldið hvarf frá kaþólsku til
dulhyggju og það ætti að hafa vakið sérstakan áhuga Þórbergs, jafnlítið sem honum
var um kaþólsku gefið.
89 Í þeim gagnagrunni sem aðgengilegur er á timarit.is er Ramacharaka ekki nefndur
fyrr en árið 1959 og þá af því að Eggert P. Briem hefur þýtt eftir hann bókarkafla
í Ganglera, sjá „Gangleri“, Alþýðublaðið, 12. júní 1959, bls. 11.
90 W.B. Yeats, „Estrangement“, The Collected Works of W.B. Yeats, 3. bindi: Autobiograp-
hies, ritstj. William H. O’Donnell og Douglas N. Archibald, New York: Scribner
1999, bls. 339–365, tilvitnun bls. 347, leturbreyting mín. Á ensku segir: „There is a
relation between discipline and the theatrical sense. if we cannot imagine ourselves
as different from what we are, and assume that second self, we cannot impose a
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR