Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 45
44
En það er ekki guðspekin ein sem leitar á við lestur óléttufrásagnarinn-
ar. Þegar Þórbergur segist hafa fundið upp setningu Pýþagórasar, verða
skrif Myers um snilligáfuna og James um trúarreynsluna aftur nálæg. Í
Human Personality segir Myers að auðveldast sé að mæla snilligáfuna eða
„uppstreymið frá neðanmarkavitundinni“ þegar í hlut eigi gáfa „reiknings-
stráksins“ (e. the calculating boy) sem uppgötvist í bernsku en hverfi gjarnan
innan fárra ára.140 Gott er þá að minnast þess að löngu eftir útkomu Bréfs
til Láru segir Þórbergur sjálfur að hann hafi „verið lélegur stærðfræð-
ingur síðan allt snerist við“ í honum.141 Myers rekur svo einnig að í viss-
um atriðum megi draga hliðstæður með hysteríu og snilligáfu, þó að þær
séu andstæður.142 James nefnir aftur á móti að samtímasálfræði hafi leitt í
ljós að í undirvitund hysteríusjúklinga séu „heilu kerfin af neðanjarðalífi“,
sársaukafullar minningar sem lifi „sníkjulífi“ utan hversdagsvitundarinnar
en gjósi inn í hana með ofsjónum, sársauka og stjarfa í tilfinningum og
hreyfingum svo að eitthvað sé nefnt.143 Umfjöllun hans er því nærri þegar
þjóðsögur og munnmælasögur sækja á Þórberg óléttan; þegar hann segist
hafa tærst upp „af andstygð og skelfingu“ og þurft að „dragnast áfram“ en
horfa á önnur börn leika sér „eins og unglömb“, svo dæmi sé tekið.144
En hvaða ályktanir má af óléttufrásögn Þórbergs draga? Hann leggur
sig sjálfur fram um að segja lesendum hvernig þeir eigi að skilja hana;
af því að hann dregur upp hliðstæður með kynlífi og íhugun. Sjá Robert Aldrich,
Cultural Encounters and Homoeroticism in Sri Lanka. Sex and Serendipity, London
og New York: Routledge, 2014, bls. 28–40. Einnig þyrfti að huga að hugsanlegu
samtali verka Þórbergs við áhrifamikil fræðirit um kynlíf frá síðasta hluta nítjándu
aldar, t.d. bók Richards Krafft-Ebing, Psychopathia Sexualis. Krafft-Ebing lagði
trúarlegt ekstasí – eða „trúarleg[a] hrifning[u]“ eins og Þórbergur kallar það – og
kynlíf að jöfnu en leit á samkynhneigð sem sálfræðilega röskun. Hann skipti sam-
kynhneigðum í fjóra flokka og einn flokkurinn er „Effeminatio“ en karlar sem falla
í hann finna til eins og konur gagnvart öðrum körlum og fullorðnir hirða þeir ekki
um reykingar, drykkju og íþróttir karla, heldur hneigjast meðal annars til þrifa,
skreytinga, lista og ritstarfa, sbr. Richard von Krafft-Ebing, Psychopathia Sexualis,
mit besonderer Berücksichtigung der Conträren Sexualempfindung. Eine klinischforens-
ische Studie, Forgotten Books [rafbók], 2013 [1894], bls. 10–11 og 268–269. Sjá
einnig Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 81.
140 Frederic W.H. Myers, Human Personality and Its Survival of Bodily Death, 1. bindi,
bls. xxix.
141 Sjá Matthías Johannessen, Í kompaníi við allífið, bls. 128.
142 Frederic W.H. Myers, Human Personality and Its Survival of Bodily Death, 1. bindi,
bls. xxviii–xxix.
143 Sjá William James, The Varieties of Religious Experience, bls. 230.
144 Sjá Þórbergur Þórðarson, Bréf til Láru, bls. 109–110.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR