Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 88
87
einkenni kláms, horfa eftir tiltekinni birtingarmynd þess eða greina það út
frá ákveðinni hugmyndafræði. Í þessari umfjöllun hefur klám mun víðari
skírskotanir, þar sem litið er á það sem orðræðu sem birtist víða og á ólíkan
hátt innan menningarinnar og afurða hennar. Orðræða kláms er ekki eitt
stöðugt mengi heldur fjölbreytt og síbreytilegt.
Tilvist kláms innan listar hefur lengi verið umdeild, en klám og list
hafa einatt verið talin ósamrýmanleg og hefur verið sterk tilhneiging til að
flokka kynferðislega list sem erótíska fremur en klámfengna.14 Þó eru ekki
allir sammála slíku mati og nýleg greinasöfn sýna að það er enn þrætuepli
listfræðinga og annarra fræðimanna.15 Helstu rökin fyrir að draga skýr
mörk á milli kláms og listar eru tengd listrænu eða siðferðislegu gildismati,
en m.a. er þá litið til framsetningar og innihalds, framleiðsluaðferða og
þeirra viðbragða sem verkið á að vekja upp.16 Slík nálgunarleið hefur marga
vankanta, vegna þess að með því að útiloka klám eða nefna það erótík er
ekki aðeins horft framhjá áhrifum, innihaldi og mikilvægum túlkunarleið-
um, heldur einnig framhjá sjálfu hlutverki klámsins sem fyrir ferðarmikillar
orðræðu í samfélagi nútímans.17 Sú leið sem hér verður farin felst í að
líta á klám sem eina orðræðu af mörgum sem birtast innan nútímalistar.
Hvorki er kallað eftir því að klám sé hafið á stall listar, né heldur er hér
sett samasemmerki á milli klámframleiðslu og listar, öllu heldur er litið svo
niður lægingu, ofbeldi og illri meðferð kvenna. Linda Williams, Hard Core. Power,
Pleasure and the „Frenzy of the Visible“, Berkeley og Los Angeles: University of Cali-
fornia Press, 1989; Linda Williams, „Líkamar kvikmyndanna. Kyn, grein og of-
gnótt“, þýð. Guðrún Elsa Bragadóttir, Ritið 2/2016, bls. 153–174; Andrea Dworkin,
Pornography. Men Possessing Women, New York: Penguin, 1989 [1981]; Catharine
MacKinnon, Only Words, Cambridge: Harvard University Press, 1993.
14 Sjá Jerrold Levinson, „Erotic Art and Pornographic Pictures“, Philosophy and
Literature 29/2005, bls. 228–240; Christy Mag Uidhir, „Why Pornography Can’t
Be Art“, Philosophy and Literature 33/2009, bls. 193–203; Robert Scruton, „Flesh
from the Butcher. How to Distinguish Eroticism from Pornography“, Times Liter-
ary Supplement, 15. apríl 2005, bls. 11–13.
15 Sjá Hans Maes (ritstj.), Pornographic Art and the Aesthetics of Pornography, New
York: Palgrave Macmillan, 2013; Hans Maes og Jerrold Levinson (ritstj.), Art &
Pornography. Philosophical Essays, Oxford: Oxford University Press, 2015.
16 Sjá úttekt Hans Maes á algengustu rökunum gegn klámi í list í „Who Says Por-
nography Can’t Be Art?“, Art & Pornography, bls. 17–47.
17 Hér vísa ég í tíðrædda „klámgervingu“ samfélagsins, það hvernig klám birtist
innan margbreytilegra kima menningarinnar, svo ekki sé ónefnd tilvist þess innan
akademíunnar, sem sýnir hversu útbreitt og viðtekið viðfangsefni klám er orðið. Sjá
Martina Schuegraf og Angela Tillmann (ritstj.), Pornografisierung von Gesellschaft.
Perspektiven aus Theorie, Empirie und Praxis, Konstanz: UVK Verlagsgesellschaft,
2012.
ÓSiðLEGiR GJÖRNiNGAR OG RÓTTÆKAR LAUNHELGAR