Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 241
240
túlkun sinni á málinu ef það hentar honum, því hann leggur sterka áherslu
á að orð Eggerts styðji sína túlkun. Það gera þau ekki. Samt spinnur hann
mikinn þráð um það hversu vel orð Eggerts styðji hans fullyrðingar og
gengur þetta svo langt að hann vitnar meira að segja í Eggert í greinum
sínum í Ritinu og Ritröð Guðfræðistofnunar án þess að nefna síðari orð hans,
eftir að ég hafði bent honum á að hann hefði skilið undan mikilvægan hluta
af orðum Eggerts, hluta sem veikir hans túlkun en styrkir ekki. Þrátt fyrir
það kýs hann að endurtaka fyrri orð eins og ekkert hafi í skorist – og blekk-
ir þar með lesandann sem ekki veit að ummæli Eggerts eru ekki jafn einhlít
og Guðni lætur í veðri vaka. Hér er aðferð Chomskys ljóslega misbeitt á
hræsnisfullan hátt.
Svipuð vinnubrögð má finna í löngum kafla45 þar sem Guðni gerir
lítið úr þeirri tilfinningu Vantrúarmanna að kennsla Bjarna Randvers hafi
alið á fordómum gagnvart þeim, einkum Matthíasi Ásgeirssyni.46 Þessar
tilfinningar kallar Guðni „illa ígrundaðar samsæriskenningar“ en veit þó
til dæmis fullvel að einn fyrrum nemandi Bjarna Randvers hafði beitt
umræddri glæru fyrir sig sem rökum í gagnrýni á Vantrúarmenn á spjall-
síðu á netinu47 og að annar hafi lýst því yfir opinberlega að hann hafi orðið
fyrir áhrifum frá Bjarna í gagnrýni sinni á Vantrú48, auk þess sem hvorir
tveggja þeir Eggert Sólberg og Teitur Atlason hafi sagt að Matthías hafi
komið illa út úr tímunum hjá Bjarna Randveri.49 Þetta veit Guðni en kýs
þó að lýsa afstöðu Vantrúarmanna sem hálfgerðu ofsóknarbrjálæði.
45 Guðni Elísson, „Fúsk, fáfræði, fordómar?: Vantrú, Háskóli Íslands og akademísk
ábyrgð“, bls. 153–157.
46 Matthías Ásgeirsson, „SBR“, 14:47 11. mars, 2010.
47 Um er að ræða ritdeilu sem Vantrúarmenn lentu í við fyrrum nemanda í guðfræði á
spjallvefnum málefnin.com sem nefndi sig Veru. Í spjallþræðinum sem Guðni hefur
undir höndum kemur fram að Vantrúarmenn telji að viðkomandi hafi verið undir
áhrifum frá Bjarna enda afritar hún glæru hans nákvæmlega í gagnrýni sinni á þá
en það töldu þeir að hún gæti einungis hafa gert ef hún hefði glærur Bjarna undir
höndum. Sjá (Hjalti Rúnar Ómarsson, „SBR“, 9:11 1. október 2009) og (Matthías
Ásgeirsson, „SBR“, 4:47 15. mars, 2010).
48 Um er að ræða Stefán Einar Stefánsson. Matthías taldi að andúð Stefáns á sér mætti
meðal annars skýra með því að hann hefði setið sömu eða svipaða fyrirlestra hjá
Bjarna Randveri og þá sem voru efni kærunnar en Stefán skýrði frá því í viðtali í
útvarpsþættinum Harmageddon að svo hefði verið. Samt fullyrðir Guðni í neðan-
málsgrein að Stefán hafi aldrei gert það og hlýtur Guðni því að segja ósatt gegn
betri vitund en þetta kemur einmitt skýrt fram í þeim hluta spjallþráðarins sem
hann vitnar hvað mest í. Sjá (Matthías Ásgeirsson, „SBR“, 11:13 16. mars, 2010).
49 Sjá (Teitur Atlason, „SBR“, 11:27 27. febrúar 2010). Hitt kemur fram í samræðum
Óla við Eggert.
ÁSGeiR BeRG MattHíaSSon