Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 60
59
skapaður einn og sér og óháð öðrum lífverum. Þetta viðhorf styrktist eftir
því sem aldirnar liðu og náði að skjóta svo föstum rótum að þegar Darwin
mætti til leiks og minnti okkur aftur á dýraskyldleikann skók það vestræna
heimsmynd svo um munaði.
Þrátt fyrir að vísindin hafi fyrir löngu sannað skyldleikann tegundanna á
milli á vestrænt samfélag enn erfitt með að hrista af sér draug hins heilaga,
andlega, einstaka og guðlega manns. Eins og Peter Singer bendir á er kyn-
líf með dýri af annarri tegund ákveðin viðurkenning á tengslunum á milli
tegundanna og því á sinn hátt róttæk árás gegn hefðbundinni mannmiðju-
hugsun sem vill líta á manninn sem ótengdan náttúrunni. Tabú dýrahneigð-
arinnar endurspeglar þessa fjarlægð okkar frá dýraríkinu og löngun okkar til
að sigrast á og ráða yfir náttúrunni – þrána til að vera ekki hluti af lífheim-
inum (þótt við vitum vel að við séum það). Þannig fangar dýrahneigðin mjög
erfiða þversögn í mennskri hugsun um samband okkar við dýraríkið sem og
náttúruna almennt. Gömul listaverk á borð við steinristuna fornu í Svíþjóð
þurfa ekki endilega að lýsa raunverulegum kynlífsathöfnum, eða vísa til þess
að menn hafi bókstaflega lagst með dýrum á bronsöld, og því getur stein-
ristan ekki staðið sem sagnfræðileg heimild um kynlífsathafnir. Kannski riðu
sænskir fornmenn dýrum, en það er ekki endilega það sem skiptir máli fyrir
okkur sem rýnum í þessar myndir í okkar samtíma.
Hins vegar geta þessi verk verið skilin sem tilraun til að tjá tengsl
manna og dýra á myndrænan eða listrænan hátt. Þannig verða myndir á
borð við sænsku steinristuna að nokkurs konar myndskreytingu við þá
ævafornu þversögn sem listfræðingurinn John Berger lýsir sem svo: „Dýr
fæðast, eru skyni gædd og dauðleg. Að þessu leyti líkjast þau mönnum.
Hvað varðar útlitslega þætti – síður en í innri líkamsgerð – venjur þeirra,
tímaskyn, líkamlega þætti, eru þau ólík mönnum. Þau eru samtímis lík og
ólík.“9 Með öðrum orðum erum við eins og dýrin og dýrin eins og við – en
samt ekki. Hin kristna endurskilgreining á mannskepnunni sem ódýrslegri
leysti ekki þessa þversögn, heldur bældi hana frekar niður og flækti málin
til muna. við eigum enn í erfiðleikum með að hugsa um önnur dýr sem
„samtímis lík og ólík“ og birtist sú tregða í fjöldamörgum þversögnum í
sambandi okkar við aðrar dýrategundir. við hleypum sumum nærri okkur
9 „Animals are born, are sentient and are mortal. in these things they resemble man.
in their superficial anatomy – less in their deep anatomy – in their habits, in their
time, in their physical capacities, they differ from man. They are both like and
unlike.“ John Berger, Why Look at Animals?, London: Penguin Books, 2009, bls.
13.
DýRSLEGAR NAUTNiR