Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2002, Page 65

Skírnir - 01.04.2002, Page 65
SKÍRNIR VERÖLDIN ER SÖNGUR 59 Ómur frá hljóðfæri! Það var einsog rafmagnsstraumur færi um hann. Hér skamt fyrir ofan var hún og lék streingleika sína, - hljómurinn kom úr sömu átt og lækur- inn. (86) „Án Huldu - ekkert." (115) Þegar hún svíkur hann um stundar- sakir verður hann drykkjusjúklingur, og útlendingur aftur, missir málið og fer að tala ensku. Að lokum tekst honum þó að temja hana, og þar með hættir hún að spila og syngja. I „Rauða kverinu" sem Halldór skrifaði tæplega tvítugur (og er aðeins til í handriti) segir frá giftri konu sem hann dregst að, og tengist frásögnin mjög tungumáli og tónlist: „Það eitt sem hún sagði þótti mér satt. Hvert orð sem hún sagði var mér eins og vit- urt goðsvar, sál minni svaladrykkur."27 Kvöld nokkurt, eftir að hafa hlustað á hana leika á slaghörpu og heyrt í fyrsta sinn „Frúhlingslied og Volkslied úr Lieder ohne Worte" (83), lýsir hann henni þannig: Kona þessi er hin heilaga María lífs míns. Ég fann það fyrst þessa stund, þessa ljómandi stund. Angistin veik í viðurvist hennar og ég hugs- aði: með höfuðið í skauti hennar væri sælt að deyja og út frá fögrum söng. Hún stóð upp frá hljóðfærinu og snart hár mitt þar sem ég sat og laut. Líður yður illa? spurði hún. Og hún nefndi nafn mitt. I brosi hennar birt- ist das ewig weibliche, móðirin, unnustan, guðsmóðirin. (83) I Heiman egfór heitir þessi kona Svala og er „lifandi ímynd des ewig weiblichen“.28 Hún hverfur, eins og konur gjarnan gera í 27 Vitnað til eftir Peter Hallberg, Vefarinn mikli I, þýð. Björn Th. Björnsson, Reykjavík: Helgafell, bls. 83. „Rauða kverið“ varð uppistaðan í Heiman eg fór sem Halldór lauk við 1924. 28 Halldór Kiljan Laxness, Heiman eg fór, Reykjavík: Helgafell, 1952, bls. 96. Skáletrunin er frá höfundi. Hér koma fram tengsl tónlistar, kvenleika og móð- ernis við „alvaldið", eða taó sem svo víða má sjá í verkum Halldórs. Á einum stað ræðir hann þýðingu þeirra bræðra Jakobs Smára og Yngva Jóhannessonar á Taoteking sem kennd er við kínverska heimspekinginn Laotse og kom út á ís- lensku árið 1921 undir nafninu Bókin um veginn. Halldór hrósar mjög þýðingu þeirra, einkum á sjöttu kviðu, og segir svo um leið og hann bætir um betur: Þeir bræður Jakob Smári og Ýngvi Jóhannessynir þýða sjöttu kviðu svo: Móðurskautið Alvaldið er óþrotlegt einsog sírennandi lind. Það er nefnt móðurskautið djúpa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.