Skírnir - 01.04.2002, Qupperneq 65
SKÍRNIR VERÖLDIN ER SÖNGUR 59
Ómur frá hljóðfæri!
Það var einsog rafmagnsstraumur færi um hann. Hér skamt fyrir ofan
var hún og lék streingleika sína, - hljómurinn kom úr sömu átt og lækur-
inn. (86)
„Án Huldu - ekkert." (115) Þegar hún svíkur hann um stundar-
sakir verður hann drykkjusjúklingur, og útlendingur aftur, missir
málið og fer að tala ensku. Að lokum tekst honum þó að temja
hana, og þar með hættir hún að spila og syngja.
I „Rauða kverinu" sem Halldór skrifaði tæplega tvítugur (og
er aðeins til í handriti) segir frá giftri konu sem hann dregst að, og
tengist frásögnin mjög tungumáli og tónlist: „Það eitt sem hún
sagði þótti mér satt. Hvert orð sem hún sagði var mér eins og vit-
urt goðsvar, sál minni svaladrykkur."27 Kvöld nokkurt, eftir að
hafa hlustað á hana leika á slaghörpu og heyrt í fyrsta sinn
„Frúhlingslied og Volkslied úr Lieder ohne Worte" (83), lýsir
hann henni þannig:
Kona þessi er hin heilaga María lífs míns. Ég fann það fyrst þessa
stund, þessa ljómandi stund. Angistin veik í viðurvist hennar og ég hugs-
aði: með höfuðið í skauti hennar væri sælt að deyja og út frá fögrum söng.
Hún stóð upp frá hljóðfærinu og snart hár mitt þar sem ég sat og laut.
Líður yður illa? spurði hún. Og hún nefndi nafn mitt. I brosi hennar birt-
ist das ewig weibliche, móðirin, unnustan, guðsmóðirin. (83)
I Heiman egfór heitir þessi kona Svala og er „lifandi ímynd des
ewig weiblichen“.28 Hún hverfur, eins og konur gjarnan gera í
27 Vitnað til eftir Peter Hallberg, Vefarinn mikli I, þýð. Björn Th. Björnsson,
Reykjavík: Helgafell, bls. 83. „Rauða kverið“ varð uppistaðan í Heiman eg fór
sem Halldór lauk við 1924.
28 Halldór Kiljan Laxness, Heiman eg fór, Reykjavík: Helgafell, 1952, bls. 96.
Skáletrunin er frá höfundi. Hér koma fram tengsl tónlistar, kvenleika og móð-
ernis við „alvaldið", eða taó sem svo víða má sjá í verkum Halldórs. Á einum
stað ræðir hann þýðingu þeirra bræðra Jakobs Smára og Yngva Jóhannessonar
á Taoteking sem kennd er við kínverska heimspekinginn Laotse og kom út á ís-
lensku árið 1921 undir nafninu Bókin um veginn. Halldór hrósar mjög þýðingu
þeirra, einkum á sjöttu kviðu, og segir svo um leið og hann bætir um betur:
Þeir bræður Jakob Smári og Ýngvi Jóhannessynir þýða sjöttu kviðu svo:
Móðurskautið
Alvaldið er óþrotlegt einsog sírennandi lind.
Það er nefnt móðurskautið djúpa.