Skírnir - 01.04.2002, Qupperneq 110
104
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
í þessum menningarheimi skiptir frammistaðan (performans-
inn) máli.251 tilviki Flóres og Blankiflúr er lítill munur á sýnd og
reynd. Þau sýna tilfinningar sínar í öllu látæði sínu og standa sig í
stykkinu þegar þess er krafist að láta athafnir fylgja útliti. Þetta
sést í lokaatriðinu þegar Flóres er gert að berjast við mesta kappa
hins afbrýðisama konungs sem hefur haft Blankiflúr í haldi. Þá
sigrar Flóres í eins konar burtreiðum (73-74).
Viðbrögð manna í sögunni eru jafnan skýr og á yfirborðinu.
Þau einkennast af öfgum, menn gráta af harmi og sýna af sér óhóf-
lega kæti.26 Við hirð hins vonda konungs í Babýloníu má einnig
sjá öfgakennda grimmd þegar rætt er um refsingu Flóres og
Blankiflúr:
Œptu þá margir: sumir báðu hengja, sumir halshpggva þau; en aðrir
dœmðu, at þau skyldi vella í brennanda biki; sumir, at þau skyldi grafa
kvik í jprð, ok hpfuðin stœði upp or jgrðu, ok steypa síðan vellanda oleo
yfir hyfuð þeim; sumir dœmðu, at þau væri flegin kvik ok lifði síðan í
sterkum fjgtrum til viðrsjónar gðruin, slíks at dirfaz. (71-72)
Þessar sadísku pyntingarlýsingar eru á skjön við hið létta yfir-
bragð sögunnar en þannig einkennist sagan af skörpum andstæð-
um, öfgum og hófleysi. Sagan færist á augabragði úr heitu rúmi
elskenda í dimmar dýflissur eða frá ást og blíðu að grimmd og
pyntingum. Minnir þetta á geðsveiflur barna og ungmenna sem
enn hafa ekki tileinkað sér stillingu og fálæti. Þannig speglar sag-
an öll og aukapersónur hennar æsku aðalpersónanna, Flóres og
Blankiflúr. Hún er á þeirra plani.
Um leið og sagan er full af hugarfari hirðlífsins er hún mórölsk
og leiðbeinandi, enda áttu riddarabókmenntir jafnan að vera sið-
var því næst öllum þar velkominn, þekkur og ástsamlegur, glaður og góðviljað-
ur, öllum friðsamur." {Saga afTristram og ísönd. Vésteinn Ölason bjó til prent-
unar. Reykjavík 1987, bls. 37). Sjá einnig Elias, The Civilizing Process, 48-56,
156-68.
25 Sbr. C. Stephen Jaeger, The Envy of Angels: Cathedral Schools and Social Ideals
in Medieval Europe, 950-1200. Philadelphia 1994, 4-9. Sjá einnig Jaeger, The
Origins of Courtliness, 258.
26 Sbr. Jaeger, The Envy of Angels, 323; Elias, The Civilizing Process, 156-68.