Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2002, Page 127

Skírnir - 01.04.2002, Page 127
SKÍRNIR DRAUMSÝN EÐA NAUÐSYN? 121 einnig birst í rætinni þjóðernishyggju og jafnvel í etnískri að- skilnaðarstefnu. Þá er komið að hinum pólitíska raunveruleika sem kallar að mati Habermas á vöxt og viðgang evrópskrar samstöðu og samveldis. Eins og kunnugt er hefur veröldin öll löngu vaxið saman í eitt alls- herjar áhættusamfélag. I nauðungarstöðu neyðumst við til sam- stöðu. Aðstæður sem hafa áhrif á samstöðuvitund þjóða hafa einnig breyst í Evrópu. Niðurskurður velferðarkerfa hefur víðast hvar gert hið samfélagslega öryggisnet gisnara en áður var. Þyngst vegur sú staðreynd að einstök ríki eiga að ýmsu leyti erfiðara með að stjórna sínum innri málum á tímum hnattvæðingar, þar sem umdæmi þeirra nær ekki til yfirþjóðlegra fyrirtækja sem skapa eða taka vinnu af markaði og hafa með ýmsum hætti áhrif á hagkerfi þjóðríkjanna. Hins vegar er ljóst að þjóðríkið getur ekki endurheimt fyrri völd með því að einangra sig, því alþjóðleg starfsemi er samofin fram- leiðslu- og hagkerfum landanna. Þessi þróun dregur úr pólitískum mætti einstakra þjóðríkja og að mati þeirra sem eru gagnrýnir á hana, veikir hún lýðræðið ef ekki er brugðist við henni. Talsmenn nýfrjálshyggju fagna hins vegar þeirri afleiðingu hnattvæðingarinn- ar að nú er erfiðara en áður að koma pólitískum böndum á markað- inn. Það komi öllum best að markaðurinn sé frjáls vegna þess að gróði hans getur orðið ávinningur allra þegar upp er staðið. Habermas skiptir gagnrýnendum hnattvæðingarferlis í tvo hópa. í fyrri hópnum eru þeir sem fara í varnarstöðu og segja að heimskapítalisminn verði ekki haminn, en hægt sé með ýmsum hætti að milda áhrif hans innan þjóðríkjanna. Hinn hópinn skipa þeir sem vilja sækja fram gegn þessu ferli og binda von sína við fjölþjóðlega eða yfirþjóðlega pólitík. Slík pólitík á að reyna að hlaupa markaðinn uppi sem er löngu kominn fram úr staðbund- inni pólitík.24 Habermas telur sjálfan sig vera í síðari hópnum og segist þar með bjóða upp á valkost við sýn nýfrjálshyggjunnar á Evrópu. Sá kostur felist í því að sýna fram á leiðir fyrir lýðræðis- ferlið handan marka þjóðríkisins. Hann segir gagnrýni sína á hina 24 Júrgen Habermas, „Braucht Europa eine Verfassung?", 95.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.