Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2002, Page 137

Skírnir - 01.04.2002, Page 137
SKÍRNIR DRAUMSÝN EÐA NAUÐSYN ? 131 hengi.41 Hann fullyrðir að algildi sé einungis réttlætanlegt þegar það birtist sem eitthvað sem dragi það í efa, hniki því til. Hann óttast hnattvæðingu sem breiðir út staðlaðar hugmyndir undir merkjum hnattræns kapítalisma og boðar endalok pólitíkur. Al- gildishyggja af þessu tagi geti unnið gegn slíkri einsvæðingu, svo að segja hrist upp í henni. Þetta er algildi sem er hin „fjarverandi miðja þess“, eins og 2izck kallar það. Þetta er þverstæða sem hann lýsir með eftirfarandi hætti: „... það er ekki til neitt alvöru algildi án pólitísks málareksturs af hálfu þess ‘hluta sem á ekki hlut að máli’, aðila sem hefur skroppið úr lið og sýnir sig og birtist sem staðgengill algildis."42 Til að skýra hvað hann á við með þessu tek- ur hann sögulegt dæmi. Þegar borgarar Þýska Alþýðulýðveldisins fóru í mótmælagöngur haustið 1989, sem leiddu á endanum til hruns Berlínarmúrsins, gengu þeir undir slagorðinu „Við erum þjóðin!" („Wir sind das Volk!“). Þeir andmæltu þar með ráða- mönnum þjóðarinnar sem voru búnir að slá eign sinni á ríkið og útiloka borgara þess frá því. Borgararnir sem andmæltu voru þess vegna hin raunverulega þjóð og á máli Zizek „hin fjarverandi miðja algildis."43 Dæmið sem 2izek tekur er fremur óvenjulegt, enda ekki oft sem aðstæður eru jafn hádramatískar og í þessari friðsömu bylt- ingu sem hefði getað endað í blóðsúthellingum ef ráðamenn hefðu gengið skrefi lengra en þeir gerðu. Það er þó hægt að færa þetta raunverulega dæmi yfir á átakaminni og hversdagslegri aðstæður. Við getum sagt að ákveðin fjarlægð geri okkur oft dómbærari á það hvort vel sé að málum staðið. Það er oft dýrmætt og lærdóms- ríkt að vera „out of place“ eins og sagt er á ensku, eða svolítið til hliðar. Maður lærir stundum lítið nýtt inni á miðjunni, í megin- straumnum. Ég vil að vísu ekki ganga jafnlangt og Stokkmann 41 Slavoj Zizek, The Ticklish Subject. The absent centre of political ontology, Lundúnum/New York: Verso, 1999. 42 Samarit, 201. 43 Annað uppáhaldsslagorð austurþýsku þjóðarinnar í þessum göngpm var til- vitnun í Rósu Luxemburg sem er á þá leið að „frelsi er einnig frelsi þeirra sem hugsa öðruvísi." Þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Kohl, greip þetta á lofti og sagði að styrkur lýðræðis birtist einmitt í því hversu vel því tæk- ist að leyfa andstæðum skoðunum að njóta sín.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.