Skírnir - 01.04.2002, Síða 137
SKÍRNIR
DRAUMSÝN EÐA NAUÐSYN ?
131
hengi.41 Hann fullyrðir að algildi sé einungis réttlætanlegt þegar
það birtist sem eitthvað sem dragi það í efa, hniki því til. Hann
óttast hnattvæðingu sem breiðir út staðlaðar hugmyndir undir
merkjum hnattræns kapítalisma og boðar endalok pólitíkur. Al-
gildishyggja af þessu tagi geti unnið gegn slíkri einsvæðingu, svo
að segja hrist upp í henni. Þetta er algildi sem er hin „fjarverandi
miðja þess“, eins og 2izck kallar það. Þetta er þverstæða sem hann
lýsir með eftirfarandi hætti: „... það er ekki til neitt alvöru algildi
án pólitísks málareksturs af hálfu þess ‘hluta sem á ekki hlut að
máli’, aðila sem hefur skroppið úr lið og sýnir sig og birtist sem
staðgengill algildis."42 Til að skýra hvað hann á við með þessu tek-
ur hann sögulegt dæmi. Þegar borgarar Þýska Alþýðulýðveldisins
fóru í mótmælagöngur haustið 1989, sem leiddu á endanum til
hruns Berlínarmúrsins, gengu þeir undir slagorðinu „Við erum
þjóðin!" („Wir sind das Volk!“). Þeir andmæltu þar með ráða-
mönnum þjóðarinnar sem voru búnir að slá eign sinni á ríkið og
útiloka borgara þess frá því. Borgararnir sem andmæltu voru þess
vegna hin raunverulega þjóð og á máli Zizek „hin fjarverandi
miðja algildis."43
Dæmið sem 2izek tekur er fremur óvenjulegt, enda ekki oft
sem aðstæður eru jafn hádramatískar og í þessari friðsömu bylt-
ingu sem hefði getað endað í blóðsúthellingum ef ráðamenn hefðu
gengið skrefi lengra en þeir gerðu. Það er þó hægt að færa þetta
raunverulega dæmi yfir á átakaminni og hversdagslegri aðstæður.
Við getum sagt að ákveðin fjarlægð geri okkur oft dómbærari á
það hvort vel sé að málum staðið. Það er oft dýrmætt og lærdóms-
ríkt að vera „out of place“ eins og sagt er á ensku, eða svolítið til
hliðar. Maður lærir stundum lítið nýtt inni á miðjunni, í megin-
straumnum. Ég vil að vísu ekki ganga jafnlangt og Stokkmann
41 Slavoj Zizek, The Ticklish Subject. The absent centre of political ontology,
Lundúnum/New York: Verso, 1999.
42 Samarit, 201.
43 Annað uppáhaldsslagorð austurþýsku þjóðarinnar í þessum göngpm var til-
vitnun í Rósu Luxemburg sem er á þá leið að „frelsi er einnig frelsi þeirra sem
hugsa öðruvísi." Þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Kohl, greip
þetta á lofti og sagði að styrkur lýðræðis birtist einmitt í því hversu vel því tæk-
ist að leyfa andstæðum skoðunum að njóta sín.