Skírnir - 01.04.2002, Side 180
174
ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
Niðurlag
í umfjöllun minni hef ég dregið upp mynd af skoðunum Sigríðar sem
kvenfrelsiskenningum, í þeim skilningi sem ég lagði í þær hér að ofan. í
framhaldi af því hef ég látið mér detta í hug að sú herferð sem farin er
gegn eðlishyggju þessa dagana þýði að hugmyndin um femínisma sem
kvenfrelsishreyfingu sé nú allsráðandi. Gagnrýni Sigríðar á kenningar
Butler rennir stoðum undir þann skilning. En ef svo er, að kvenfrelsis-
stefna sé nú allsráðandi, er rétt að íhuga hvort hugmyndir gildishreyfinga
eigi ekki erindi við okkur enn í dag. Gildishreyfing þarf ekki að aðhyllast
eðlishyggju. Til dæmis er hægt að berjast fyrir því að hækka laun fólks
sem vinnur hefðbundin kvennastörf án þess að halda því fram að þessi
störf henti sérstaklega vel konum vegna þess hvernig konur eru í eðli sínu.
Gagnrýni á að gildismat þjóðfélagsins sé að einhverju leyti kynjað þarf
aðeins að gera ráð fyrir hefðbundnum tengslum, ekki eðlislægum tengsl-
um, eins og ég nefndi hér í upphafi.
Þetta er ein af þeim mörgu spurningum sem bók Sigríðar vekur og hef
ég aðeins nefnt nokkrar þeirra í umfjöllun minni hér. Aðrar greinar Sig-
ríðar fjalla t.d. um tvíhyggjukenningar Aristótelesar og Nietzches, um
póstmódernisma, og um heimspekikenningar Simone de Beauvoir og
Bjargar C. Þorláksson. Því miður hef ég ekki haft tök á að fjalla um hug-
myndir Sigríðar um þessi efni hér. Ur auðugum garði er að gresja. Iðulega
tekst Sigríði að fjalla um tyrfnar kenningar og rök á skýran og aðgengi-
legan hátt og framlag Sigríðar sjálfrar til umræðunnar er ætíð skynsamlegt
og uppbyggilegt.
Heiti bókarinnar, Kvenna megin, má taka sem tilvísun í fjölbreytileika
femínískra kenninga, sem bæði geta haft að markmiði að virkja konur og
styrkja, benda á þeirra megin, og að segja sögu þeirra, sögu sem ekki hef-
ur verið sögð áður, sögu um hvernig hlutirnir líta út hinum megin frá. En
einnig er við hæfi að líta á heitið sem lýsandi fyrir framlag Sigríðar til ís-
lenskrar femínismaumræðu annars vegar og íslenskrar heimspekiumræðu
hins vegar. Hér er á ferðinni verk brautryðjanda sem sýnir svo ekki verð-
ur um villst að femínísk heimspeki er lifandi fræðigrein sem á ekki ein-
ungis erindi í málstofur heimspekinga og kynjafræðinga heldur einnig í
hugmyndaumræðu íslenskrar kvennapólitíkur. Kvenna megin er því
sönnun þess að góð heimspeki getur haft bæði praktíska og pólitíska þýð-
ingu. Engu síður mikilvægt er að Kvenna megin sýnir hvernig hægt er að
stunda heimspeki með báða fætur á jörðinni, sér meðvitandi um gildin og
aðferðirnar sem meðferðis eru, og um þann samfélagslega jarðveg sem þar
er að finna. Að því leyti er Kvenna megin einfaldlega dæmi um hvernig
heimspeki á að vera.