Skírnir - 01.04.2002, Side 192
186
BJORN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
disjointure) tímans. Þetta hugtak vísar til þess hvernig samtímavitund
hinnar nærverandi lifandi veru er aldrei „öll þar sem hún er séð“, hún er
„gengin úr lið“ og býr yfir myrkum þáttum sem ekki falla í ljúfa löð.
Reimleikarnir þrífast á því hvernig tíminn er á hverju augnabliki „geng-
inn úr skorðum" með þessum hætti, á því hvernig vera okkar í heiminum
er aldrei einföld, gagnsæ og nakin nútíð eða návist. Þess í stað verðum við
fyrir stöðugri ásókn vofanna, þessara „fyrirbæra andans" (216) sem eru
eins konar nærverandi fulltrúar þess sem þó er (eða ætti að vera) fjarver-
andi eða horfið, eins konar „nærverur" sem samt eru ekki til staðar (26).
Án þeirra væri engu að síður engin hugsun möguleg.
Með nákvæmri greiningu á setningunni „the time is out of joint“ ann-
ars vegar og umræðu Heideggers um grísku hugtökin díké (réttlæti) og
adíkía (óréttlæti; þý. Un-Fug) í ritgerðinni „Der Spruch des Anaximand-
er“ hins vegar22 þróar Derrida þá hugmynd að liðskekkingin, „sem að
vísu er alltaf hætt við að geti af sér hið illa [...] og óréttlætið", sé hvorki
meira né minna en „eina vonin til þess að réttlatið komi fram, til þess að
geta verið réttlátur gagnvart öðrum“ (55). Liðskekkinguna virðist semsé
ekki mega leggja að jöfnu við algjöra fjarveru hins illa, en hana ber held-
ur ekki að skilja sem návist þess: „Að vera out ofjoint, hvort sem þá er átt
við návist verunnar eða tímans, það getur verið illt eða orðið til ills, og
raunar er það eflaust sjálfur möguleikinn á hinu illa. En sé þessi möguleiki
ekki opinn þá er ekkert eftir, ef til vill, handan góðs og ills, annað en
nauðsyn þess versta" (57).23 Þar með virðist ljóst að liðskekkinguna beri
að skoða sem hvorki meira né minna en sjálfa forsendu réttlætisins - og
óréttlætisins um leið. I liðskekkingunni býr möguleikinn á því að opna
fyrir réttlætið. Og réttlætið í þessum skilningi gegnir mikilvægu hlutverki
fyrir sjálfa afbygginguna: það er „hin óafbyggjanlega forsenda allrar af-
byggingar", sem að vísu á sjálf að vera í stöðugri afbyggingu: „Að öðrum
kosti færist yfir hana rósemd þeirrar góðu samvisku sem fylgir unnu
skylduverki" (56). Derrida kennir afbygginguna, sem þá er skilin sem við-
leitnin til að þjóna réttlætinu, við „eyðimerkur-messíanisma (án boðskap-
ar og án messíasar sem hægt er að benda á)“ (56). Og að sögn Derrida er
það einmitt þessi messíaníski þáttur sem „er og verður óafmáanlegt ein-
kenni - sem maður hvorki getur afmáð né á að afmá - arfleifðar Marx, og
raunar eflaust þess að erfa, þeirrar reynslu að taka í arf almennt talað“
(56). Þvert á hinar hefðbundnu kenningar um framvindu sögunnar, sem
eru litaðar af „verufræði, guðfræði, upprunahyggju og markhyggju" og
miða þegar öllu er á botninn hvolft að því að gera hina sögulegu fram-
vindu að engu, vísar Derrida til nýrrar hugsunar sem snúast á „um hið
22 Martin Heidegger, „Der Spruch des Anaximander", bls. 296-343 í Holzwege,
Frankfurt am Main, Vittorio Klostermann 1950.
23 Orðin „out of joint“ eru á ensku í frumtextanum.