Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.2002, Side 198

Skírnir - 01.04.2002, Side 198
192 JÓN ÓLAFSSON SKÍRNIR Þessi hugmyndaþróun er þversagnakennd en endurspeglar þó að vissu leyti samfélagsþróun síðustu áratuga. Tæknivædd samfélög reiða sig á sérhæfða þekkingu sem er ekki á valdi nema örfárra. Þessi þekking varð- ar hátæknilega framleiðslu fremur en nákvæma lýsingu veruleikans. Það er eitthvað bogið við þá hugmynd að þeir sem ráða yfir sérhæfðri tækni- legri þekkingu séu í nánara sambandi við veruleikann en hinir sem skort- ir þessa þekkingu. Imynd vísindamannsins eða sérfræðingsins hefur því breyst. Hámenntaður einstaklingur er í fæstra augum vitrari eða víðsýnni en gengur og gerist. Þess er vænst að hann eða hún sé fær um að leysa sér- hæft, flókið og hugsanlega hátæknilegt viðfangsefni af hendi. Þannig verður vísindamaðurinn sérfræðingur í hinu margbrotna gangvirki tækn- innar, vélamaður sem sýnir snilli sína með því að nota gangvirkið til að framleiða eftirsóttar afurðir, frekar en hugsjónamaður sem leitar sannleik- ans en lætur sig aðra hluti litlu varða. Bandaríski heimspekingurinn Richard Rorty hefur á síðustu árum ver- ið einn eindregnasti andstæðingur þeirrar skoðunar að vísindin séu leit að sannleika og að þekking mannsins færist stöðugt nær því að samsvara því hvernig heimurinn er í raun og veru. Hvers vegna í ósköpunum, spyr Rorty, skyldum við halda að þekking endurspegli veruleikann? Hvað merkir orðið veruleiki í slíku samhengi?6 Og það má halda áfram á sömu nótum: Hvaða ástæðu höfum við til að ætla að vísindin séu eitthvað ann- að en ein af mörgum aðferðum sem við notum í síbreytilegu sambandi okkar við heiminn sem við búum í? Hvaða ástæðu höfum við til að hefja vísindi yfir aðrar leiðir manna til að ná tökum á náttúrunni? Þessar efa- semdir beinast raunar að rótum vestrænnar heimspeki. Full og örugg vissa hefur verið talin eitt helsta markmið heimspekilegrar og vísindalegr- ar rannsóknar. Á nýöld, eftir að hugmyndir manna um efnisheiminn tóku að mótast af aðferð og niðurstöðum raunvísinda, varð ein helsta spurning mikið væri að í heimi póstmódernískra fræða. Aðferðin sem hann beitti var sú að þykjast vera fylgismaður róttækrar vísindafélagshyggju (social construction- ism) og styðja skoðun sína með margvíslegum rökum og dæmum úr nútíma- eðlisfræði og úr verkum nokkurra samtímaheimspekinga. Greinin er full af rök- leysum, þverstæðum, vitleysum og merkingarlausum setningum, en þessu áttar lesandinn sig ekki á nema hann hafi ákveðna þekkingu á viðfangsefninu og lág- markskunnáttu í eðlisfræði og stærðfræði. Svindl Sokals hefur verið túlkað á marga vegu af honum sjálfum og öðrum, en ein af áhugaverðu spurningunum hlýtur að vera sú hvað svindlið segi okkur um tengsl vísindalegrar starfsemi og fræðilegrar umræðu. Ein fremur dapurleg niðurstaða er sú að í raun sé stór hluti fræðilegrar umræðu engu betri en sjálft svindlið því jafnvel merkari heimspek- ingar „rökstyðji“ hugmyndir sínar með hátimbruðu orðfæri sem þegar betur er að gáð tengist þessum hugmyndum ekki á nokkurn hátt. Sjá nánar Alan Sokal og Jean Bricmont, Fashionable Nonsense, Picador, New York, 1998. 6 Richard Rorty, Philosophy and Social Hope, Penguin, Harmondsworth, 1999, bls. 35-37.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.