Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.2002, Side 206

Skírnir - 01.04.2002, Side 206
200 JÓN ÓLAFSSON SKÍRNIR þjóðfélag er margradda og við vitum að þannig á það eftir að vera lengi enn. Aðalverkefni okkar tíma er að komast að því hvernig veita megi þessum marghljómi í einn farveg samhljóms og koma í veg fyrir að hann leysist upp í ósamstæða hljómasúpu.“25 Bauman er sammála pragmatistum um að margröddun sé óumflýjan- legt einkenni nútímans. En hann fer aðra leið en þeir í úrvinnslu sinni. Hann telur að aðalatriðið sé að varðveita tilfinninguna fyrir því að hópur manna, jafnvel mannkyn allt, hafi sameiginlegt markmið og líkir því við að leita samhljóms. En hvers vegna skyldi slíkt markmið vera talið mögu- legt eða mikilvægt? Á hin forna líking um samhljóm mannlegs atferlis við í nútímasamfélagi? Eða er hugmyndin um samhljóm aðeins gamli draum- urinn um afturhvarf undir fölsku yfirskini, nátengd þeirri meginhug- mynd að maðurinn hafi tapað einhverju mikilvægu á leið sinni til nútím- ans, nútímavæðingin hafi firrt hann því sem nauðsynlegt sé að endur- heimta?26 Upprunalegu pragmatistarnir voru módernískir hugsuðir fremur en póstmódernískir. En óvissu, það sem Bauman nefnir „hið aporetiska ástand“, töldu þeir ekki böl eða missmíð sem hægt væri að losna við eða leiðrétta með réttri kenningu, heldur eitt megineinkenni nútímans.27 I heimspeki Deweys er fjölhyggja nútímasamfélags veruleikinn sem við hljótum að ganga út frá en ekki vandamálið sem heimspekin eigi að glíma við. Dewey var andvígur heimspekilegri afstöðu sem hafnar nútímanum eða samfélagsháttum okkar daga. Slík afstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að segja eitthvað um veruleika mannsins og kæfir í raun pólitíska rót- tækni. Dewey hafði þó tvíbenta afstöðu til samhljóms. Annars vegar taldi hann að samhljómur eða sameinaðir kraftar væru nauðsynleg forsenda þess að samfélög ynnu saman. En þá átti hann við smærri samfélög og samfélög í óbeinni merkingu, eins og t.d. vísindasamfélagið. Hins vegar taldi hann að vafi og togstreita væru nauðsynleg forsenda rannsóknar og þar með nauðsynleg forsenda framþróunar. Andstæður samhljóms og 25 Zygmunt Bauman, Alone again: Ethics after Certainty, Demos, Lundúnum, 1994, bls. 40. Bauman hefur þó ekki sérstaklega getið áhrifa af þessu tagi. Svip- að á við um franska félagsfræðinginn Bourdieu, en í verkum hans má sjá marg- víslegan skyldleika við pragmatista þó að Bourdieu hafi sagst saklaus af lestri á verkum þeirra. 26 Alasdair Maclntyre er annar höfundur sem boðar fortakslaust afturhvarf í sið- fræði sinni, eins og áður er sagt, og það sama á við beint og óbeint um marga þeirra heimspekinga sem stunda dygðasiðfræði. 27 Sjá Zygmunt Bauman, Postmodem Ethics, Blackwell, Oxford, 1993, bls. 8. Aporia er hugtak ættað frá Forngrikkjum og vísar til þversagnar eða vanda, sem enn er óleystur þegar heimspekileg samræða hefur leitt í ljós að tiltekin svör við hversdagslegum spurningum eru annaðhvort ósamkvæm sjálfum sér eða röng.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.