Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 22
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 22 TMM 2011 · 1 Upphaf ljóðsins gæti ekki einfaldara verið: þrjú nafnorð með greini. Hvernig má það vera að þrjú ótengd orð, algeng nafnorð sem talin eru upp hvert á eftir öðru, orki sterkt á skynjun okkar, hafi skáldskapargildi? Það er galdri líkast, en öll eru orðin reyndar heiti á náttúrufyrirbærum og ýmis fleiri dæmi um slíkt eru í ljóða flokknum: vatnið, vindurinn, himinninn, fljótið. Merk ingar þátt urinn ‚nátt úra‘, ‚höfuðskepnur‘ hefur greinilega tilfinningagildi. Og ákveðni greinir inn gerir að verkum að fyrirbærin verða sjálfstæðar verundir. Aðferðin minnir á parole in libertà – orðin frjáls! – sem var vígorð fútúrista. Náttúru öflin í fyrsta erindi eru úr sam eigin legum reynsluheimi okkar en veruleiki annars erindis er okkur framandi. Grænn sand ur er ekki til. Þó tökum við umyrðalaust góð og gild þau rök ljóðsins að mælandi þess hafi verið umluktur grænum sand i sem aftur sé umlukinn hafinu fyrir utan. Í erindinu ríkir friður og öryggi, en það á eftir að breytast í seinni hluta ljóðs ins. Tvö fyrstu erindin styðjast við formúlu sem notuð er í upphafi nokk- urra ljóða í flokknum. Ljóðið byrjar á þremur ótengdum nafnliðum en annað erindið greinir frá athöfn og lýsir reynslu. Þriðja erindi ljóðsins er svo bara eitt orð: „Nei“. Fyrrihlutanum er hafnað – eða að minnsta kosti hinni lág stemmdu endurminningu í öðru erindi – og ljóðinu lokað með tveimur nýjum erindum en þau fyrri reyndar látin standa. Þetta er með ólíkindum sterkt áhrifsbragð: Ljóðið verður fyrir vikið þrungið spennu og dramatískum þrótti. Og mynd hverf ingin í lokin er ekkert minna en stórkostleg: Hönd ljóð mæl anda flýgur á brott eins og margvængj aður fugl, inn í fjallið, og sprengir fjallið. Hafi kyrrð og ró ríkt í öðru erindi jafngilda loka erindin upp reisn, stríðs yfir lýsingu; ljóðmæl andi býður heiminum byrginn. Eins og önnur ljóð er fjórtánda ljóðið í senn smíðisgripur og gjörningur, eðlis þættir sem í upplifun lesanda verða ekki aðskildir. Það er afar hagleg smíð, henni er ætlað að hafa áhrif og tekst það ætlunarverk sitt með mikilli prýði. Formúluna ‚þrír nafnliðir plús athöfn‘ notar Steinn sem inngang fimm ljóða í Tímanum og vatninu. Um er að ræða eftirtalin ljóð, og ég tilgreini aðalorð nafn lið anna: nr. 4: alda, blær, blóm nr. 9: djúpfiski, hringvötn, spor nr. 14: sólskinið, stormurinn, hafið nr. 18: fiskar, skuggi, ský nr. 21: vatn, dagur, nótt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.