Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 25
A ð l e s a T í m a n n o g va t n i ð TMM 2011 · 1 25 týnd spor undir kvöldsnjó efans (9) blátt regn hinna blævængjuðu daga (13) gljásvart myrkrið flaug gullnum vængjum í gegnum sólskinið (16) Merking birtist okkur líka í fasi ljóðs: hraða, hrynjandi, tóntegund, hug- blæ, mýkt eða hörku. Og þótt ekki sé að mínum dómi hægt að tala um heildar merkingu í Tímanum og vatninu er vissulega merking fyrir hendi í ljóðaflokkn um. Mun vænlegri spurning en ‚Hvað þýða ljóðin?‘, er að jafnaði ‚Hverju miðla ljóð in?‘ Hún beinir athyglinni ekki einungis að því hvaða merkingu ljóðin flytji heldur að þeim margvíslegu áhrifum sem þau hafa á lesendur sína. Hún gengur út frá skáldskaparfræði og túlkunar- fræði í senn. Of mikil áhersla hefur að mínu viti verið lögð á túlkun og skilning á Tímanum og vatn inu en of lítil á aðferð ljóðanna og áhrifagildi þeirra. Við töku sagan er lýsandi dæmi um það sem þýski bókmennta- fræðingurinn Wolfgang Iser hefur kallað ‚túlk ana togstreitu‘ (e. conflict of inter pre tation), fyrirbæri sem að hans sögn varð áber andi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar: „Fram að tilkomu nútíma bók mennta var gengið að því vísu að textar hefðu inntak sem flytti merkingu. Túlkun átti að opinbera merkingu textans …“.38 Heildarmerkingu texta, væri ef til vill skýrara. Athuga semd Isers gæti veitt svar við því hversvegna ljóðabálkur Steins hefur hlotið svo margvíslega túlkun sem raun ber vitni: Hefðbundnar túlk unar aðferðir sem leitast við að draga fram inntak verks duga skammt einar sér til að höndla skáldskap á borð við Tímann og vatnið. Af þeim leiðir, eins og oft vill verða, að ljóðin lesa túlk andann frem ur en túlk and inn ljóðin. * Kristín Þórarinsdóttir fer leið túlkunar fræðinnar í rannsókn sinni, tengir bálk inn við líf skáldsins og líðan og les úr honum merkingu í samræmi við það. Um loka gerðina skrifar hún meðal annars: [Í ljóðunum má sjá] ferð einstaklings úr myrkri og vonleysi til jafnvægis og upp- styttu eða jafnvel upprisu. Þetta tel ég vera þungamiðju í öllu verkinu. (bls. 59) Kristín býr yfir mikilli þekkingu á lífi Steins á yrkingarárum Tímans og vatns ins, og skýringar hennar eru merkara framlag til túlkunar ljóðanna en svo að þeim verði gerð verðug skil hér. Þær heppnast þó ekki fyllilega að mínum dómi; ég tel að for sendur þær séu hæpnar sem Krist ín gefur sér fyrir skilningi sínum á bálk inum og þeim breyt ingum sem Steinn gerði á hon um milli fyrri og seinni gerðar. Ein helsta kenn ing Kristínar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.