Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 29
A ð l e s a T í m a n n o g va t n i ð TMM 2011 · 1 29 Þriðja ljóðið meðal þeirra sem eru hvað eindregnust fríljóð í flokknum hljóðar svo: Tíminn og vatnið 9 Net til að veiða vindinn: Flýjandi djúpfiski hlaðið glæru ljósi einskis. Sólvængjuð hringvötn búin holspeglum fjórvíðra drauma. Týnd spor undir kvöldsnjó efans. Net til að veiða vindinn: Eins og svefnhiminn lagður blysmöskvum veiðir guð. Ljóðið samanstendur af óræðum myndum: sólvængjuð hringvötn, hol- speglar fjórvíðra drauma, kvöldsnjór efans, og svo framvegis. Það veitir skynseminni sannarlega viðnám, stenst vitinu snúning að mestu, svo vitnað sé til ljóðlína eftir Wallace Stevens.43 Líklega er þetta það ljóð bálksins sem einna síst verður umritað. Það er ef til vill einnig það ljóð sem síð ast var ort, birtist ekki fyrr en í júní 1956 í Nýju Helgafelli. Ég kýs að tala um óræðar myndir fremur en súrreal ískar í ljóð inu vegna þess hvað þær eru fáguð smíð.44 Byggingin er þrír nafn liðir plús athöfn, og einungis ein sögn er í per sónuhætti í ljóðinu. Hér þýðir lítt að spyrja um merkingu, orðin vísa greini lega ekki til okkar reynslu heims, þau una sér vel í eigin heimi, eigin veru leika. Fyrstu lín una – „Net til að veiða vind inn“ – sem svo er endurtekin á und an loka erindinu – má skilja sem vís bend ingu um óraun veru leika ljóðsins. Línan er dreg in af titli ljóða bókar banda rísku skáld kon unnar Elinor Wylie, Nets to Catch the Wind (1921). Loka erindið er með nokkuð öðru sniði en hin, og minnir á niðurlag sjöunda ljóðs; eins og þar bregð ur Steinn á það ráð hér að nýta sér hughrif sem fólgin eru í orðinu guð, og einnig hér er loka orð ljóðs. Og veiðinet guðs – sem kallast á við ‚net til að veiða vindinn‘ og er jafnvel það net – er ‚svefnhiminn lagður blysmöskvum‘. Einhver kynni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.