Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 41
H e f u r ð u h e i m i l d ? TMM 2011 · 1 41 sem þóttu móðgandi (til dæmis fékk Grímur Thomsen því framgengt að orðin „þessi karl“, sem beindust að honum, voru dæmd dauð og ómerkt).2 Þótt úr þessu drægi á síðustu öld kom reglulega fyrir að fólk höfðaði mál til að fá orðum á prenti hnekkt og stundum snerust slík mál einmitt um ummæli í ævisögum. Sem dæmi nefni ég hér tvo dóma í bæjarþingi Reykjavíkur árið 1953 út af ævisögu séra Árna Þórarins- sonar sem Þórbergur Þórðarson skráði, og Hæstaréttardóm árið 1999 út af ævisögu Esra Péturssonar eftir Ingólf Margeirsson. Nokkru eftir að ævisaga séra Árna Þórarinssonar kom út (og hann var fallinn frá) höfðuðu börn tveggja látinna Snæfellinga sem getið var í sögunni mál á hendur ævisagnaritaranum, Þórbergi Þórðarsyni. Töldu börnin vegið að æru síns fólks og á það féllst dómari yfirleitt. „Sigurður beitti of mikið en gaf of lítið, og átti ég þó nóg hey,“ hafði Þórbergur til dæmis skrifað eftir séra Árna og sagði í dómsorði: „Ummæli þessi eru ekki sönnuð en þau eru til þess fallin að varpa rýrð á minningu föður stefnenda, og verða þau því ómerkt.“ Orð séra Árna um „snæfellskuna í sinni nöktu mynd“ og „svona var allt perverst“ voru einnig ómerkt, auk fleiri ummæla af svipuðu tagi.3 Haustið 1997 kom út bókin Sálumessa syndara, Ævi og eftirþankar Esra S. Péturssonar geðlæknis og sálkönnuðar. Ingólfur Margeirsson skráði þar lífshlaup Esra og fátt var dregið undan. Esra sagði frá syndum sínum en þá þurfti hann líka að segja frá öðru fólki sem hann kynntist á lífsleiðinni. Í þeim hópi var kona sem hafði notið sálfræði- og læknis- meðferðar hjá honum og varð um skeið lífsförunautur hans. Ættingjum hennar fannst vegið að henni og þeir höfðuðu meiðyrðamál. Esra og Ingólfur voru fundnir sekir í Héraðsdómi fyrir stórfellt brot gegn persónufriði og einkalífi. Ingólfur áfrýjaði en var líka dæmdur í Hæsta- rétti.4 Fleiri dæmi mætti nefna og einnig skrif sem rötuðu ekki fyrir dóm- stóla þótt harðar deilar yrðu um þau. Þannig birti Sigmundur Ernir Rúnarsson frásögn af lífi fatlaðrar dóttur sinnar, Barn að eilífu, árið 2004. Dóttirin ólst upp hjá móður sinni sem mislíkaði mjög hin bersögla frásögn. Í tímaritsviðtali sagði hún meðal annars, og vitnaði í stjórnar- skrána: „Frelsið til að skrifa um aðra endar þar sem komið er að við- kvæmum einkamálum; inn í friðhelgi einkalífsins. Enginn má meiða æru einstaklingsins.“5 Í heimi laga og reglna vegast á tjáningarfrelsið og æruverndin, réttur eins til að segja skoðun sína umbúðalaust og réttur annars til að fá hnekkt ósönnum, óviðurkvæmilegum eða ósanngjörnum ummælum. Mörkin þarna á milli hafa aldrei verið skýr en með árunum hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.