Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 43
H e f u r ð u h e i m i l d ? TMM 2011 · 1 43 „Leigupennar“ og ævisögur „í óþökk“ Sumum sagnfræðingum finnst sjálfsagt að skrifa ævisögur í fullu samráði við söguhetjuna eða ættingja hennar. Þannig hefur orðið til fjöldi samtalsbóka þar sem einstaklingur segir frá lífshlaupi sínu og sagnfræðingur festir þau orð á blað, bætir stundum miklu við frá eigin brjósti en getur líka verið lítið annað en skrásetjari. Þetta mega sagn- fræðingar auðvitað gera og oft verða til stórfróðleg rit. Sama má segja um fjölmargar ævisögur þar sem höfundur fjallar um látið fólk án þess að gera ítarlega grein fyrir löstum þess eða ósigrum sem það þurfti að þola í lífinu. Hitt er verra ef lofgjörðin verður svo einhliða að hún líkist helst háði ef vel er að gáð. Þá verða til „biskupasögur hinar nýju“ eins og Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur skrifaði í ritdómi um nokkrar ævisögur íslenskra stjórnmálamanna.11 Í stöku tilfellum á lastmælið „leigupenni“ jafnvel við en menn skyldu þó varast að setja sig á háan hest. Sá sagnfræðingur er vandfundinn sem ekki þiggur laun fyrir skrif sín, er á einhvern hátt skuldbundinn eða leitast við að þóknast öðrum (vísvitandi eða ósjálfrátt, til dæmis félögum í fræðasamfélagi eða matsnefndum rannsóknarsjóða). Þar að auki má vera að söguritari þurfi að beygja sig undir ýmis skilyrði til þess að fá nauðsynlegan aðgang að gögnum. Síðla árs 2005 kom út bók sagnfræðingsins Guðmundar Magnússonar, Thorsararnir. Þá hafði hann á orði að hann hefði þurft að taka tillit til „tilfinningasjónarmiða“ viðmælenda sinna í Thorsættinni og því hefði sumt af því sem hann vildi hafa í bókinni ekki ratað þangað að lokum.12 Þannig hvarf úr verkinu kafli um George Rockwell, nýnasista og fyrri eiginmann Þóru Hallgrímsson, eftir að búið var að prenta fyrsta upplag þess, og auk þess stór ljósmynd af Rockwell. Þrátt fyrir það tókst Guðmundi að draga fram „viðkvæm mál“ eins og sagði í ritdómi; sjálfsvíg, hjákonur og lögbrot.13 Hér má einnig nefna að þegar Guðjón Friðriksson, annar sagnfræðingur og höfundur Sögu af forseta, bókar um embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum til ársins 2008, sætti ámæli fyrir efnistök sín kvaðst hann ekki hafa ætlað að skrifa „mjög gagnrýna bók um forsetann“. Hefði hann haft það í huga hefði hann „hvorki fengið samvinnu og viðtöl við forsetann né heldur aðgang að skjölum hans með sama hætti og ég gerði. Ég hefði einfaldlega ekki haft trúnað hans.“14 Sagnfræðingar og aðrir ævisagnaritarar hljóta að mega taka tillit til „tilfinningasjónarmiða“ og reyna að vinna í sátt við söguhetju sína eða fjölskyldu hennar. Illt verður þó í efni ef þeir ætla sér aðeins að draga upp glansmynd eða ef til þess er ætlast að umfjöllun þeirra verði nær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.