Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 48
G u ð n i Th . J ó h a n n e s s o n 48 TMM 2011 · 1 að hafa virt fyrir sér fólk á gangi, börn að leik. Á sunnudögum gat hann væntanlega fylgst með sparibúnum Reykvíkingum á leið í Fríkirkjuna; á vetrum fóru ungir sem aldnir eflaust framhjá niður að Tjörninni með skauta í höndum eða á baki, brosandi og hlæjandi. Skortur á heimildum má ekki ráða því að það sem segja þarf liggi í þagnargildi. Þannig hlaut Gunnar líka að hafa reiðst móður sinni og rifist við hana eins og allir krakkar gera, jafnvel þótt um það séu engar heimildir og honum hafi ekki dottið í hug að rifja það upp þegar hann minntist ástsællar móður sinnar á gamals aldri.“ Þessar setningar rötuðu ekki í lokagerð bókarinnar. Vinir sem lásu handritið sögðu fráleitt að leggjast í einhverjar „fabúleringar“ sem engar heimildir væru fyrir. Ég sé enn eftir að hafa ekki látið orðin flakka enda hafði ég líka bætt þessu við um sannleiksgildi endurminninga á gamals aldri: „Eru þær frásagnir endilega svo miklu sannari en hver annar skáldskapur? Að þessu má einkum spyrja þegar fólk minnist eigin bernsku á gamals aldri. Því hefur verið haldið fram að enginn geti þá sagt satt frá í einu og öllu; fólk muni það sem það vilji muna en þegi um annað eða gleymi því í tímans rás.“ Lokaorð Orðið heimild er skemmtilega margrætt í íslenskri tungu. Það getur þýtt leyfi að lögum til að gera eitthvað. Þannig hafa landsmenn heimild til að skrifa það sem þeir vita sannast og réttast en um leið hefur fólk heimild til að verja mannorð sitt og æru og fá ummælum hnekkt með dómi. Jafnframt er hægt að veita heimild: Einstaklingar eða aðstand- endur þeirra geta gefið sagnaritara heimild til að skrá ævisögu og að sama skapi getur fólk skrifað ævisögu í heimildarleysi, „í óþökk“. En þá verður helsti vandinn gjarnan sá að heimildir vantar í öðrum skilningi því orðið heimild er einnig notað yfir upplýsingar um eitthvað; í gömlu skjali eða nýju viðtali getur falist heimild. Viðurkennt er að sagn- fræðingar skulu byggja verk sín á heimildum af þessu tagi. Það er þeim kennt og það segja siðareglur þeirra. En þeir skulu líka stefna að því að hafa það sem sannara reynist. Og þá mega heimildirnar ekki ráða öllu, í hvaða skilningi sem er. Stundum þurfum við að ímynda okkur hvað hefði getað gerst og hvernig fólki leið, án þess að fyrir því sé bein heimild.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.