Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 53
TMM 2011 · 1 53 Haukur Ingvarsson „Það sem drífur mig áfram eru uppgötvanir …“ Stefnumót við Ófeig Sigurðssson Fyrir síðustu jól kom út skáldsaga með löngum en lýsandi titli; Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar og nýrra tíma (Mál og menning 2010). Jón sá sem nefndur er í titlinum er Steingrímsson, söguleg persóna sem uppi var á 18. öld, þekktastur sem eldklerkurinn á Kirkjubæjarklaustri sem stöðvaði hraunflóðið úr Skaftáreldum með messusöng. Sem slíkur er hann ekki síður þjóðsagnapersóna í huga almennings en manneskja af holdi og blóði þó að eftir hann liggi sjálfs- ævisaga þar sem hann gerir ítarlega grein fyrir sínu veraldlega basli. Í skáldsögunni er Jón líka rækilega jarðbundinn því lesendur kynnast honum í gegnum bréf sem hann skrifar úr Mýrdalnum til konu sinnar í Skagafirði frá haustinu 1755 fram á vorið 1756. Skáldsagan um Jón vakti athygli fyrir þróttmikinn og agaðan stíl og veltu lesendur því fyrir sér hvernig höfundurinn, Ófeigur Sigurðsson, sem fæddur er 1975, hefði náð tökum á íþrótt sinni og úr hvaða jarðvegi hann væri sprottinn. Þeir sem lifa og hrærast í bókmenntum yngri kynslóðarinnar hafa vafalítið svör á reiðum höndum, Ófeigur er þeim kunnur sem höfundur skáldsögunnar Áferð (Traktor 2005) og ljóðskáld sem troðið hefur upp á viðburðum myndlistarmanna og skáldaklíkunnar Nýhils auk þess að gefa út bækur. Viðtökurnar við skáldsögunni um Jón gefa hins vegar kærkomið tilefni til að kynna skáldskap hans, innblástur og áhrifavalda fyrir stærri hópi. Frá Nykri til Nýhils Undir lok síðustu aldar fór Andri Snær Magnason skipulega milli menntaskóla landsins og las upp úr fyrstu ljóðabók sinni Ljóðasmygl og skáldarán (Nykur 1995). Ljóðin áttu greiða leið að huga og hjarta þeirra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.