Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Qupperneq 54
H a u k u r I n g va r s s o n 54 TMM 2011 · 1 sem á hlýddu en Andri Snær notaði líka tækifærið til að hvetja skólaskáld til dáða um leið og hann dró upp líflegar myndir af því frjóa umhverfi sem hann hafði lifað og hrærst í innan veggja Háskólans í námi sínu í íslenskum bókmenntum. Samtíða honum í námi voru m.a. Bergsveinn Birgisson, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, Ármann Jakobsson og Sig- tryggur Magnason sem öll hafa látið að sér kveða á bókmenntavett- vanginum – fyrr eða síðar. Ef til vill er það alltaf tilfinning þeirra sem hyggjast fylgja í kjölfarið að Paradís sé fyrir bí þegar þeir mæta á svæðið. Að minnsta kosti spurði sá sem hér skrifar sig að því þegar hann hóf sitt háskólanám í kringum 2000 hvort allt væri fallið í gleymsku og dá í þeim sælureit skáldskaparins sem Andri Snær hafði lýst. Skáldin virtust í öllu falli fara huldu höfði á skólalóðinni og kviksögurnar sem bárust manni til eyrna um skáldin gerðust á öðrum vettvangi og hljómuðu gjarnan eins og útilegumannasögur; Steinar Bragi fór um bari hinna kjaftandi stétta og seldi bækur sínar Svarthol (Nykur 1998) og Augnkúluvökva (Nykur 1999) og það þótti meðmæli með bókunum að þýskur stúdent á Gamla garði átti að hafa ærst eftir að hafa lesið þær; Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl sást á vappi, skreflangur og horaður eins og gíraffi og ráku menn upp stór augu hvar sem hann fór um, sagan sagði að hann borðaði eitt hrísgrjón í morgunmat, tvö í hádegismat og þrjú í kvöldmat; loks fór sögum af dularfullum manni sem hefði hafið nám í myndlist við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn en ákveðið að leggja penslinum og sæti nú á lestrarsal gamla Landsbókasafnsins og endurskoðaði íslenska bókmenntasögu upp á eigin spýtur. Síðastnefnda skáldið var Ófeigur Sigurðsson: „Haustið 1998 ætlaði ég að láta draum minn um að verða myndlistamaður rætast. Ég og félagi minn skelltum málaratrönunum okkar á þakið á Lödu sem ég átti á þessum tíma og keyrðum til Seyðisfjarðar þaðan sem við sigldum með Norrænu til Kaupmannahafnar. Við vorum í undirbúningsnámi fyrir Konunglegu Akademíuna sem ég stefndi á. Við tókum virkan þátt í myndlistarlífinu en þegar við vorum komnir inn í þennan heim blöskraði mér rosalega því mér fannst hann svo yfirborðslegur. En ég misskildi hann líka því það var ákveðinn barnaskapur að halda að þetta mingl og þessi tengslamyndun á opnunum sópaði í burtu öllu listrænu og því sem skipti máli. Þetta varð að minnsta kosti til þess að ég hætti í náminu í janúar, kom mér á einhverjar bætur og brá mér með lest til Prag þar sem ég lagði lokahönd á ljóðabók sem ég hafði verið að vinna að í mörg ár. Áður en ég fór út hafði ég verið eitt ár í íslensku í Háskól- anum og orðið þess áskynja að ég var ágætlega að mér í Íslendingasögum og miðaldabókmenntum en mjög illa í samtímabókmenntum. Þegar ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.