Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 55
„ Þa ð s e m d r í f u r m i g á f r a m e r u u p p g ö t va n i r …“ TMM 2011 · 1 55 sneri aftur til Kaupmannahafnar sá ég að á Hovedbiblioteket voru tvær hillur með því helsta sem komið hafði út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum í íslenskum bókmenntum og ég fór kerfisbundið í gegnum þessar bækur á þeim mánuðum sem ég átti eftir af tíma mínum þarna úti, sat við frá morgni til miðnættis og komst meira að segja í næstu hillu þar sem voru færeyskar bókmenntir. Það orkaði mjög sterkt á mig að sjá hvernig eitt tungumál leiddi af öðru, hvernig þau sköruðust í bókaskápunum.“ Ófeig dreymdi sem sé um að verða myndlistarmaður þó að hann hefði verið með ljóðabók í smíðum: „Fyrstu textarnir mínir eru dauðarokks- textar, ég var í dauðarokkshljómsveitinni Cranium þegar ég var á unglingsárum, það sló dáldið myrkan tón varðandi yrkisefni.“ FyRRUM VEIKGEðJA yfirborðslegur / milli tveggja trúa / auðtrúa þekkir ekki myrkrið / yfirstígur hindranir / stórmennskuæði meðal vina / þreytandi umhverfi / hversu lengi endist þunglyndi heltekur atferli / óbærileg þyngsl á samvisku áttar sig á erfiðleikum / og stefnu lífsins / bældur hlátur hljómar dýpra í höfðinu / grefur upp fortíð / hann krýpur á kné og íhugar / fyrri tíð skal dvelja / fram úr vonum / glötuð tilvist veikleiki / enginn bati / þegar eitt hverfur / kemur annað í ljós finndu nærveru breytinga / í hringiðu vandamála / hlédrægur meðal vina aftur til lífsins / hvert til eilífðar? / skyggn maður / fellst á eina trú skarpskyggn maður / mátulega vitur … „Þegar ég fór að fikra mig nær ljóðinu í menntaskóla skipti það mig miklu máli að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti ort undir hefð- bundnum bragarháttum og ekkert form yrði mér framandi. Þá gekk ég lengi með Bragfræði og háttatal eftir Sveinbjörn Beinteinsson í vasanum en Megas í eyrunum. Þetta var held ég arfleið frá atómskáldunum að afla sér þekkingar á því kerfi eða þeirri hefð sem maður hugðist hafna. Sjálfum fannst mér líka að ég þyrfti að hafa fullkomið frelsi til að geta valið mína eigin leið og það gat ég ekki nema þekkja þær leiðir sem stóðu til boða. Meðan á Danmerkurdvölinni stóð var ég farinn að brjóta bragarhættina niður í frumeindir sínar til að skoða í hverju virkni þeirra væri fólgin og formið fór að leysast upp í höndunum á mér í framhaldi af því. Ég sendi tvö ljóð, handskrifuð, til Tímarits Máls og menningar árið 1999 og mér til mikillar furðu voru þau samþykkt og birt um haustið eftir að ég var kominn heim. Ég man að ég var svo feiminn þegar þetta var komið í tímaritið að ég þorði ekki að labba sömu megin og bókabúð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.