Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 60
H a u k u r I n g va r s s o n 60 TMM 2011 · 1 Sjónarrönd af sýklum! Horguðinn herðir á skipunum elur á uppþoti & roðinn sortnar svo um munar …4 Í Roða fær lesandi fljótt á tilfinninguna að einhvers lags vísindatextar hafi legið til grundvallar, textar sem lýsa því t.d. hvernig sjúkdómur tekur sér bólfestu í líkama og breiðist út, örverur eru heldur ekki langt undan og hugtök úr sálarfræði skjóta upp kollinum: „Roði er greining á þeim einingum sem búa í náttúrunni, svona heimatilbúin frumspeki, sjónarhorn þess sem kemur að náttúrunni innan frá, út úr speglinum sem maður skoðar heiminn í. Hún fjallar um þá grunnsýkingu sem ég skynjaði í manninum, sjálfum mér meðtöldum, og mér fannst henta viðfangsefninu að leggja þessa ofuráherslu á hrynjandi og einskonar sér- hljóðasinfóníu. Annar angi sem teygir sig inn í þessi ljóð er ættaður úr dauðarokkinu en þar er hefð fyrir því að blanda saman hinu líkamlega, sálfræðilega og náttúrulega, það eru einhver flekaskil milli þessara sviða og rétt eins og í jarðfræðinni þá er skörun, núningur og spenna. Roði er hreinn metall! Tvítólaveizlan er svo framhald þeirrar bókar en meira hlutlæg, hún fjallar um samruna fyrirbæra og er því óður til þriðja kynsins, og þar lá beinast við að vinna með alkemískt myndmál.“ Síðustu tvær ljóðabækur Ófeigs Provence í endursýningu (Apaflasa 2008) og Biscayne Blvd (Apaflasa 2009) komu út í litlu upplagi, sú fyrr- nefnda í fimmtíu eintökum en sú síðarnefnda í þrjátíu en það er miður því hér eru á ferðinni einar athyglisverðustu ljóðabækur síðustu ára. Í þessum bókum má segja að Ófeigur sameini helstu styrkleika fyrri bóka sinna. Í Provence í endursýningu er kynntur til leiks nýr fyrstu persónu ljóðmælandi, ferðalangur sem lýsir umhverfi sínu með tungumáli sem er oft og tíðum mergjað og kraftmikið en á öðrum stöðum er sleginn gamansamur tónn, jafnvel sjálfshæðinn. Eins og einhverjir hafa trúlega getið sér til um er titill fyrri bókarinnar útúrsnúningur á heiti bókar Sigfúsar Daðasonar Provence í endursýn en fleiri ljóðskáld koma við sögu, meðal annars Steinn Steinarr en ítrekað er vísað til ljósmyndar af honum á Mallorca þar sem hann situr með sólgleraugu og bjór. Bókin er prentuð á fallegan pappír en ekki innbundin heldur aðeins heftuð, letrið er eins og úr ritvél, víða óskýrt og máð: „Í Provence í endursýningu er ég kominn nærri myndlistinni og bókverkinu, líka heimatilbúnu bók- unum sem tíðkuðust á sjöunda og áttunda áratugnum, það má tengja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.