Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Qupperneq 65
„ Þa ð s e m d r í f u r m i g á f r a m e r u u p p g ö t va n i r …“ TMM 2011 · 1 65 blekkingu að sá ágæti maður hafi verið kona því hann útleggur nafn hans Gottfried sem Guðfríður. Árið í lífi Jóns sem skáldsagan lýsir er tími mikilla umbrota í innra lífi hans því hann er að staðsetja sig til- vistarlega annars vegar í náttúrunni og mannlegu samfélagi með hlið- sjón af nýjustu kenningum vísindanna en hins vegar andspænis Guði. Niðurstaða Jóns er ekki sú að taka upp hreinlínustefnu heldur verða einhvers lags helmingaskipti bæði í heila og hjarta því hann notar óspart það sem kallað er brjóstvit en er svo líka að brjóta hluti til mergjar með hyggjuviti sínu. Mörgum þóttu skoðanir Jóns kyndugar og þetta ár sem hann býr í hellinum á hann í ritdeilu og þrasi við Gunnar á Dyrhólum sem stríðir honum með þeim gamaldags skoðunum sem Jón aðhylltist og hélt fram.“ Vangaveltur Jóns í bókinni snúast margar hverjar um að sætta þann veruleika sem blasir við og það sem bærist innra með honum. Þetta gefur ljóðskáldinu Ófeigi færi á því að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn en raunar minnir myndmál skáldsögunnar oft og tíðum á ljóðabókina Roða þar sem m.a. er hrært saman áhrifum frá dauðarokki og heimatilbúinni frumspeki. Eldgosið í Kötlu setur ógnarlegan svip á sögusviðið en þó er fegurðin aldrei langt undan og þá koma upp í hugann léttleikandi kaflar úr Provence í endursýningu sem Ófeigur sagði vera ástarjátningu í aðra röndina: Hér á Suðurlandi eys Katla eldi og eimyrju yfir Mýrdalinn og fellur sandur og aska úr lofti svo aldimmt er um miðja daga. Auk þess gengur á með ausandi vatnsveðrum og blotasnjó og þegar þetta blandast saman þá er sem úr mekkin- um rigni þykkvu bleki. Þá harðnar krapaskánin á jörðinni í frosti og vindþurrki svo sveitin er öll sem slegin í kopar. Jafnfallinn sandur er eins og gerist mest á snjóavetrum og stórir blökkuskaflar gera landið að grængljáandi eyðimörk. Þá fýkur askan og smýgur um allar gáttir og spillir matvælum. Dýra þola mistrið illa og öll augu svíða. Með guðs réttlæti mun öllu þessu slota og burt fjúka og niður rigna og við aftur fyrirfinnast í vorblíðum högum. Þá set ég fífil í hatt minn og kyssi þig!8 Ófeigur hefur látið þau orð falla að þetta ár í lífi Jóns sé nánast gert upp í einni setningu í sjálfsævisögunni, sagan sem sögð er í skáldsögunni er því að miklu leyti uppspuni þar sem greina má skýr höfundareinkenni Ófeigs, eins og bent hefur verið á. Þrátt fyrir þetta leynir sér ekki að marg- háttuð heimildavinna hefur átt sér stað, bæði varðandi tíðarandann og stíl: „Það er hefð sem ég held að hafi skapast með annálaskrifum um það hvernig menn umgangast texta, þeir voru álitnir hjálpartæki þekkingar og fræðslu en líka fréttaveitur, það var ekki endilega listrænt mark-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.