Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 79
A k a d e m í s k t t o r f TMM 2011 · 1 79 svo mikið að nauðsynlegt er að laga hann kemur alltaf til álita hversu langt skuli ganga. Oft er gripið til þess ráðs að rífa hann að hluta til og endurhlaða en stundum verður ekki hjá því komist að rífa slíkan vegg til grunna og hlaða að nýju. Þá er torfið yfirleitt endurnýjað en sama grjótið notað aftur. Nú til dags eru flestir safnamenn eðli málsins samkvæmt íhalds- samir þegar kemur að því að meta hversu langt skuli ganga í endurnýjun byggingarhluta. Forðast beri í lengstu lög að endurnýja byggingarhluta og jafnframt skuli endurnota byggingarefni eftir því sem unnt er. Þetta viðhorf hefur smám saman sótt í sig veðrið á undanförnum áratugum, en áður fyrr fóru menn stundum mun ógætilegar í þessum efnum og ráðist var í endurnýjun á byggingarhlutum og jafnvel endurbyggingu í miklu meira mæli en nú er almennt talið æskilegt. Í sumum af torfbæjunum má sjá að sambærilegt viðhorf hefur oft verið ráðandi fyrr á tímum. Í Glaumbæ í Skagafirði má til dæmis sjá torfveggi sem gildaðir hafa verið upp eins og það er kallað, mörgum sinnum. Hægt er eða lesa úr veggjunum viðgerðarsögu sem nær nokkuð á aðra öld. Sá hleðslumaður sem Sigurjón vitnar til í grein sinni er sannarlega reyndur handverksmaður og virtur á því sviði. Hann er hins vegar síður en svo óskeikull. Ekki er mjög langt um liðið síðan hann tók að sér að endurhlaða vegg í einum merkasta torfbæ safnsins og án þess að ræða það við ábyrgan starfsmann Þjóðminjasafnsins flutti hann að nýtt grjót til verksins um langan veg og hlóð vegginn öðruvísi en hann hafði áður verið. Þarna voru gerð alvarleg mistök.7 Á Núpsstað ákvað verkstjórnandi, starfsmaður Þjóðminjasafnsins, að fara varlega í sakirnar, endurhlaða eins lítið og kostur væri og koma grjóti veggjarins aftur í sömu skorður og áður. Eitt og annað í ákvörð- unum verkstjórnandans orkar tvímælis að mínu mati eins og til dæmis að merkja grjótið og reyna að koma hverjum steini á sinn stað aftur. Að sögn heimildarmanns sem tók þátt í þessum ákvörðunum var þetta atriði þó rætt í hópi starfsmanna sem voru sammála um niðurstöðuna. Hvað sem segja má um þau vinnubrögð að ætlast til þess að hver steinn í vegg af þessu tagi rati aftur á sinn stað, þá verður að líta til þess að ákvörðunin var þó ótvírætt minjunum í vil ef svo má segja. Farið var mjög varlega í sakirnar. Í fyrri hluta greinar sinnar nefnir Sigurjón nokkrum sinnum að breytingar hafi orðið á minjavörslunni fyrir tilstuðlan nýfrjálshyggj- unnar eða í anda hennar. Hann segir að hún hafi grafið undan virðingu Þjóðminjasafnsins og hvatt til þess að upp risu mörg söfn og fyrirtæki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.