Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 84
K j a r t a n Ó l a f s s o n 84 TMM 2011 · 1 því ári hafi verið kosin nefnd til að gera tillögur um „íþróttastarfsemi og vopnaburð í félaginu“ (Sovét-Ísland óskalandið bls. 149). Einn nefndarmanna, Þorsteinn Pétursson, sagði á fundi nokkru síðar að ómögulegt væri „að koma upp vopnuðum flokki en ef á þyrfti að halda væri gott að félagsmenn gætu útvegað sér vopn, t.d. kylfur og byssur“ (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 149). Ljóst er af frásögn Þórs að ekkert hefur orðið úr framkvæmdum í þessa veru og hugdettunni því hafnað, þó að bókarhöfundur telji sig þarna hafa fundið dæmi um vopnaburð kommúnista. Hér þarf að hafa í huga að í Félagi ungra kommúnista voru á þessum tíma nær eingöngu kornungir menn, um og innan við tvítugt, og sá eini sem Þór nefnir í tengslum við byssutalið aðeins átján ára. Engan þarf að undra þótt hin hörðu átök í drengsmálinu, sem fyrr var frá sagt, haustið 1921, hefðu mikil áhrif á unglinga úr alþýðustétt sem þá voru á milli tektar og tvítugs. Í ljósi þeirra atburða og vitneskjunnar um að allmargir hvítliðanna höfðu þá verið vopnaðir byssum þarf engan að undra þó að einn og einn bardagaglaður unglingur hafi látið hvarfla að sér að mæta hvítliðunum næst með álíka búnað. Ætla má að sumir unglinganna í FUK hafi líka verið haldnir byltingarórum, undir áhrifum frá rússnesku byltingunni og borgarastyrjöldinni í Rússlandi sem ekki lauk fyrr en 1921. Áhrif á róttæk ungmenni á þessum árum höfðu líka fréttir af harðnandi stéttaátökum í ýmsum nálægum löndum. Valdataka fasista á Ítalíu 1922 og byltingartilraun þýskra kommúnista í Sachsen, haustið 1923, svo og fréttir af bjórkjallarauppreisn nazista í Þýskalandi fáum vikum síðar, gætu einnig hafa ýtt undir hugaróra einstaka ungmenna um að búa sig undir vopnuð átök hér á Íslandi. Aðalatriði málsins er þó að í öllum hinum hörðu stéttaátökum sem hér geisuðu á því tímabili sem bók Þórs fjallar um, árunum 1921–1946, báru forystumenn Alþýðuflokksins, Kommúnistaflokksins og Sósíal- istaflokksins gæfu til að kveða niður í fæðingu allar hugdettur, sem upp kunnu að hafa komið í þeirra röðum, um beitingu skotvopna eða söfnun í vopnabúr. Málið er reyndar svo einfalt að allt þvílíkt hefði hvenær sem var jafngilt pólitísku sjálfsmorði viðkomandi flokks, hér í herlausu landi. Burtséð frá órum örfárra unglinga gerðu allir forystumenn flokkanna sem hér voru nefndir sér grein fyrir þessu en háskólakennarinn Þór Whitehead áttar sig ekki á því og virðist dæmdur til að berja höfði sínu við stein alla daga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.