Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 87
N o k k r a r a t h u g a s e m d i r v i ð b ó k Þ ó r s W h i t e h e a d TMM 2011 · 1 87 svara spurningum setudómara og voru færðir í fangelsi upp á vatn og brauð en sleppt eftir nokkra daga. Á fjölmennum kvöldfundi, sama dag og þessi bardagi var háður, var að undirlagi Kommúnistaflokksins ákveðið að koma á fót Varnarliði verkalýðsins og segir Þór Whitehead að í því hafi verið 60–80 menn (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 166–170) og má gera ráð fyrir að þeir hafi nær allir verið áhangandi Kommúnistaflokknum. Varnarliðinu var ætlað að vera í fararbroddi í kröfugöngum, að takast á við verk- fallsbrjóta svo og hvítliða og lögreglu ef á þyrfti að halda. Á næstu árum varð mikilvægasta verkefni liðsins að verja kröfugöngur og fundi Kommúnistaflokksins og verkalýðsfélaganna fyrir árásum íslenskra nazista og tilraunum þeirra til að hleypa þess konar samkomum upp. Á kreppuárunum milli 1930 og 1940 voru götuóeirðir mjög tíðar í borgum nálægra landa og tengdust ærið oft baráttu hins gífurlega fjölda atvinnuleysingja og fátækasta hluta verkafólks fyrir bættum kjörum. Oft var lögreglu og varalögreglusveitum stjórnvalda beitt af mikilli hörku til að berja niður andóf hinna lakast settu þjóðfélagshópa. Þegar Varnarliði verkalýðsins var komið á fót í Reykjavík sumarið 1932 blöstu því við erlendar fyrirmyndir sem unnt var að styðjast við. Hörðust voru átökin í Þýskalandi þar sem nazistum hafði vaxið mjög fiskur um hrygg. Sumarið 1932 var aðeins hálft ár í valdatöku nazistaflokks Hitlers þar í landi en harðsnúnustu andstæðingar þýskra nazista voru þarlendir kommúnistar. Allt hafði þetta, sem nærri má geta, sín áhrif hér á Íslandi. Verulegan þátt í ákvörðuninni um stofnun Varnarliðs verkalýðs- ins átti líka sú staðreynd að í júlíslagnum, sem leiddi til stofnunar varnarliðsins, hafði fjölmennur hópur varaliðsmanna lögreglunnar verið búinn þungum trékylfum (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 168, sbr. þar bls. 141–142). Í kröfugöngum og við önnur sérstök tækifæri bar Varnarlið verkalýðsins þaðan í frá fána á stöngum og þær mátti nota sem barefli ef í harðbakka sló. Og það var ekki bara Kommúnistaflokkur Íslands sem á þessum árum kom upp einkennisbúnu liði til að verjast árásum pólitískra andstæðinga og vera í fylkingarbrjósti á mikilvægum samkomum viðkomandi flokks. Hið sama átti við um Alþýðuflokkinn þar sem slíkur hópur nefndist „Samtakalið alþýðu“ (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 216–217) og um Sjálfstæðisflokkinn sem kom á fót einkennisbúnu „fánaliði“ (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 220) svo ekki sé nú minnst á einkennisbúið „fánalið“ íslenska nazistaflokksins, sem tíðum marséraði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.