Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 93
N o k k r a r a t h u g a s e m d i r v i ð b ó k Þ ó r s W h i t e h e a d TMM 2011 · 1 93 öskuhaug sögunnar, sömu leið og þrælahaldinu til forna og bændaánauð lénsskipulagsins. Kall tímans var, í hugum ungra kommúnista, að brjóta ofurvald fjölþjóðlegra auðhringa yfir auðlindum jarðarinnar og arð- inum af þeim á bak aftur og draga hinn rauða fána verkalýðsins að hún sem víðast til marks um umskiptin. Hjá ungu Íslendingunum, sem fóru til náms í Sovétríkjunum á þessum árum, jaðraði hugsjónaákafinn stundum við trúarhita þótt þau væru prýðilega jarðbundin og raunsæ á allar aðstæður. Af stjórnendum skólanna og þeirra yfirboðurum var til þess ætlast að unga fólkið héldi sig á „réttri“ pólitískri línu og fyrirmælum að ofan bar að hlýða. Gott er til þess að vita að hinir ungu landar okkar í Moskvu áttu þó engu að síður til að taka heilbrigða skynsemi fram yfir tilskipanir að ofan. Dæmi um þetta er framganga Þóroddar Guðmundssonar frá Siglufirði, sem síðar var lengi bæjarfulltrúi þar og alþingismaður um skeið. Sum- arið 1931 var hann sendur frá Moskvu í fiskimannaþorp norður á Kolaskaga og átti, ásamt tveimur Norðmönnum, að leggja lokahönd á samyrkjuvæðingu smábátaútgerðarinnar þar. Þarna lenti Þóroddur í hörðum deilum við Norðmennina tvo sem í einu og öllu vildu fara eftir bókstaf fyrirmælanna. Svo fór að Norðmennirnir kærðu Þórodd fyrir stjórnendum Norðurlandadeildar skólans, meðal annars fyrir að hafa „æst fiskimennina upp í að neita að taka við frosinni beitu“ og komist svo að orði um flokksfélagana í þorpinu á Kolaskaga að þeir væru „asnar og skildu ekkert“. Hjá skólanum fékk Þóroddur vægar ákúrur fyrir en þeir sem kærðu hann aðrar þyngri fyrir að hafa starfað „vélrænt“ (Sjá Jón Ólafsson: Kæru félagar 1999, 67–72). Á fyrstu árunum eftir rússnesku byltinguna 1917 og fram yfir 1920 gerðu stjórnendur Sovétríkjanna sér vonir um að kommúnistar næðu að brjótast til valda í fleiri Evrópuríkjum og stuðluðu að því að svo mætti verða. Um 1930, þegar fyrstu íslensku námsmennirnir komu til Moskvu, var þetta hins vegar liðin tíð og allt snerist um að byggja upp „sósíalisma“ í einu landi undir formerkjum „alræðis öreiganna“. Tilgangurinn með starfrækslu skólanna, sem Komintern rak í Moskvu fyrir námsmenn frá Vestur-Evrópu og víðar að, var því alls ekki sá að búa þá undir valdatöku með byltingu í sínum heimalöndum. Aftur á móti var þessum mennta- stofnunum ætlað að efla trú nemendanna á Sovétríkin og stjórnar- hætti Stalins í þeirri von að við heimkomuna myndu þeir leitast við að tryggja að kommúnistaflokkarnir í heimalöndum þeirra löguðu sig að fyrirmynd sovéska Kommúnistaflokksins (sjá Ole Martin Rønning: Stalins elever: Kominterns kaderskoler og Norges Kommunistiske Parti 1926–1949, bls. 69–94, doktorsritgerð Osló 2010).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.