Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 96
K j a r t a n Ó l a f s s o n 96 TMM 2011 · 1 4. Stríðsundirbúningur burgeisaríkja. 5. Reynsla Rauða hersins og borgarastríðið [í Rússlandi]. Við einn af þessum fimm liðum, skotfimina, er tekið fram að námið hafi verið bæði bóklegt og verklegt sem kemur heim við það sem fyrr var sagt um æfingar í að skjóta í mark. Að þessarar tvískiptingar í bóklegt og verklegt er aðeins getið þarna en ekki við hina liðina segir okkur að aðrir þættir herfræðinámsins hafa aðeins verið bóklegir, það er fræðileg umfjöllun. Slíka „bóklega herfræði“, sem viðfangsefni inni í kennslu- stofu, væri líka hægt að kenna í bréfaskóla og ærið breitt bil þaðan yfir í verklega þjálfun atvinnuhermanna eða herskyldra ungmenna hinna ýmsu ríkja fyrr og síðar. Svo virðist sem Þór Whitehead geri hins vegar nær engan greinarmun á þessu tvennu í ofurkappi sínu við að telja lesendum trú um að íslensku námsmennirnir hafi fengið „þjálfun í hernaði í Moskvu“. Norski sagnfræðingurinn Ole Martin Rønning greinir frá því í doktorsritgerð sinni frá árinu 2010 að ýmsir nemendur Komintern- skólanna hafi að námi loknu farið til skammtímadvalar í þjálfunarbúðum Rauða hersins og tekur dæmi af breskum hópi sem var þar í tvær vikur árið 1936 (sjá Ole Martin Rønning: Stalins elever. Kominterns kaderskoler og Norges Kommunistiske Parti 1926–1949, bls. 89–91). Um þetta vitnar Þór Whitehead í Rønning (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 96–97) en sleppir að geta mikilvægra ábendinga hans hvað dvölina í þjálfunarbúðunum varðar. Rønning tekur nefnilega fram að svo stutt viðdvöl í búðunum, aðeins tvær vikur, hafi alls ekki dugað til neins sem kalla mætti raunverulega herþjálfun. Hann segir þá þjálfun sem í boði var fyrir námsmennina í herbúðunum hafa verið mjög veigalítinn þátt („rent marginal“) í uppfræðslu Kominternskólanna og tilgangurinn með rekstri skólanna hreint ekki verið að ala upp herskáa atvinnubyltingarmenn (sjá Rønning, nýnefnt rit hans, bls. 91). Enga af þessum fróðlegu ábendingum Rønnings lætur Þór Whitehead þó svo lítið að nefna af því að þær ganga þvert á allan hans málflutning. En fór þá nokkur Íslendingur í þjálfunarbúðir Rauða hersins eins og Þór vill vera láta? Þrátt fyrir sjö ára leit hefur hann enga heimild fundið um það og flest bendir til að svo hafi ekki verið. Við skipulag námsins í Kominternskólunum var eins og nærri má geta nokkurt tillit tekið til þess hverjar aðstæður voru í heimalöndum hinna ýmsu hópa nemenda og skipti þá mestu máli hvort þeir komu úr opinberum og löglegum flokki eins og íslensku nemarnir eða úr flokkum sem höfðu verið bann- aðir og störfuðu því aðeins sem neðanjarðarhreyfingar (Sjá Jón Ólafs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.