Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 97
N o k k r a r a t h u g a s e m d i r v i ð b ó k Þ ó r s W h i t e h e a d TMM 2011 · 1 97 son: Kæru félagar 1999, bls. 51–52). Að skipa íslenskum nemendum frá herlausu landi, sem ekkert göngulag kunnu nema þúfnaganginn, í her- þjálfun með mönnum sem gegnt höfðu herskyldu í sínum heimalöndum getur vart hafa komið til greina. Við skulum því skoða málið nánar út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja. 1. Hvorki Benjamín Eiríksson né Stefán Pétursson, sem voru við nám í Moskvu á fjórða áratugnum, nefna eigin dvöl eða dvöl annarra Íslendinga í þjálfunarbúðum Rauða hersins (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 97 og 98). Þeir gerðust þó báðir mjög harðir andstæðingar sinna fyrri pólitísku félaga rétt eftir heimkomuna frá Moskvu eða meðan á náminu stóð. Þór Whitehead hefur reyndar eftir Stefáni „að herfræði og heræfingar“ hafi verið fastur liður í náminu en þau orð bæta engu við aðra vitneskju sem fyrir liggur um nám í bóklegri herfræði, marséringar og iðkun þeirrar íþróttar að skjóta í mark. Hefðu „heræfingarnar“ sem Stefán nefnir gengið út á eitthvað annað og meira er í raun óhugsandi að hann hefði leynt því í samtölum sínum við Þór Whitehead um 1980. 2. Andrés Straumland var nemandi í Leninskólanum veturinn 1930–1931. Ýmis gögn Andrésar frá veru hans í Moskvu hafa varðveist, þar á meðal dagbók frá haustinu 1930 og önnur frá vorinu 1931 (Sovét-Ísland óska- landið, bls. 98–99. Ennfremur Jón Ólafsson: Kæru félagar 1999, 65–67 og Árni Snævarr og Valur Ingimundarson: Liðsmenn Moskvu 1992, 48–50). Skömmu eftir komuna til Moskvu sótti Andrés tíma í „meðhöndlun vopna“ og má ætla að þar sé átt við hina bóklegu herfræði sem fyrr var getið eða skotæfingarnar. Dagbók Andrésar frá vorinu 1931 ber með sér að þegar prófum í skólanum lauk, voru hann og fleiri nemendur „sendir út á sovésku landsbyggðina til að kynna sér uppbyggingu sósíalismans af eigin raun“ (Árni Snævarr og Valur Ingimundarson: Liðsmenn Moskvu 1992, 49) en þjálfunarbúðir Rauða hersins koma þar hvergi við sögu. 3. Einn íslensku námsmannanna í Moskvu var Helgi Guðlaugsson og var hann nemandi í Vesturháskólanum veturinn 1931–1932. Þegar við hann var rætt á hans efri árum hafði hann sömu sögu að segja og Benjamín Eiríksson, að nemendur hefðu verið látnir æfa sig í að skjóta í mark með skammbyssu í stórri skólabyggingu. Helgi gerði lítið úr sínu „hernaðarnámi“ og sagði allt tal um heræfingar í Leninskólanum vera uppspuna (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 98).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.