Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 102
Tó m a s R . E i n a r s s o n 102 TMM 2011 · 1 Í dag hef ég tíma til að spjalla við þig og ég held að þú hafir tíma líka; það er um nóg að spjalla. Já, við höfðum tíma til að spjalla – réttara sagt tíma þar sem hann talaði við- stöðulaust og fór hörðum orðum um bókmenntirnar í veröldinni, því „að það er svo sannarlega auðveldara að fá byltingarmenn til að berjast en bókmenntamenn- ina. Þeir hafa aldrei gert neitt fyrir fólkið í þessu landi, hvorki á síðustu öld né á þessari. Þeir eru alltaf í hlutverki þeirra sem mæta of seint og hoppa upp í hljóm- sveitarvagn sögunnar …“ Hann hlýtur að að hafa séð sjálfan sig sem glæstan leiðtoga í hetjulegum stellingum frammi fyrir andstæðingi sem á sinn hátt var einnig tilkomumikill ásýndum, klæddur í snjáð spítalaföt, með ógróið sár á enninu og heltekinn verkjum í öllum líkamanum eftir spörk sögunnar.“ 5 Eitt af því sem starfsmenn öryggislögreglunnar gerðu í yfirheyrslunum yfir Padilla var að spila fyrir hann upptökur sem starfsmenn hennar höfðu gert við ýmis tækifæri. Þar á meðal í samkvæmi hjá mexíkanska rithöfundinum Carlos Fuentes í Mexíkóborg þar sem bæði hann og chilenski rithöfundurinn og diplómatinn Jorge Edwards töluðu heldur óvirðulega um Fidel Kastró og Carlos Fuentes kallaði Kúbuleiðtogann „el bongosero de la historia“ – bongóspilara sögunnar og vakti mikinn hlátur í samkvæminu. Báðir þessir höfundar voru vinir Padilla. Hann var líka afhentur nokkrum þursum sem héldu bókmenntalega boxkeppni þar sem þeir fleygðu honum á milli sín á milli þess sem þeir vitnuðu í kvæði hans Á erfiðum tímum. Hann missti meðvitund og vaknaði í ísköldu baði: Þybbinn og rjóður læknirinn hélt höfðinu á mér undir bununni uns mér fannst ég vera að drukkna. „Þetta er notað til að hressa við hesta, væni minn, en vertu viss, eftir tuttugu mínútur verður hægt að sýna þig.“ 6 Rithöfundurinn Reinaldo Arenas var viðstaddur játninguna: Kvöldið sem Padilla játaði var ógleymanlegt og skelfilegt. Þessi lífsglaði maður, sem hafði skrifað svo dásamleg kvæði, kvaðst sjá eftir öllu sem hann hefði gert, öllu sem hann hefði ort; afneitaði sjálfum sér og kallaði sig hugleysingja, úrhrak og svikara. Hann sagði að á meðan hann var fangi öryggislögreglunnar hefði hann náð að skilja fegurð byltingarinnar og ort nokkur hyllingarkvæði til vorsins. 7 Þau níu ár sem Padilla átti eftir að búa á Kúbu var hann undir eftir- liti öryggislögreglunnar, niðurlægður og niðurbrotinn maður. Eftir áralanga baráttu margra vina hans erlendis fékk hann loks leyfi til að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.