Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 105
A n d i n n o g va l d i ð TMM 2011 · 1 105 hálfreyktan vindilinn í öskubakkanum. „Lautinant,“ sagði hann, greinilega í upp- námi. „Annar lautinant,“ hrópaði lögreglumaðurinn. „Annar lautinant, lífi okkar allra er ógnað af slúðri og illgjörnum aðdrótt- unum. Þar er ég ekki undanskilinn frekar en aðrir, en þú getur ekki sannað neitt sem ég veit ekki nú þegar, nema þá að draumar mínir eða martraðir hafi komið upp um mig, en þann möguleika vil ég alls ekki útiloka. Maðurinn er ófyrirsjáanleg vera.“ Lögreglumaðurinn horfði á Lezama án þess að segja orð. Hann sótti skjala- tösku sína, opnaði hana og tók út lítið Sonysegulband og setti það í gang. Úr tækinu barst missterk rödd; það var auðvelt að þekkja hana. Það var rödd þessa manns … „Það er átakanlegt að allar ríkisstjórnir í sögu þessa lands hafa komist að þeirri niðurstöðu að rithöfundar séu óvinir þeirra. Sem minnir mig á öll skítugu réttarhöldin frá nýlendutímanum til okkar daga. Þær öskra alltaf á skáldið, hvert sem skáldið er á hverjum tíma; „Þú ert hinn tilfinninganæmi Kúbani og við erum svo grófir; þess vegna kýlum við þig kaldan. Ef þú ert svikari látum við gaggið og háðsglósurnar dynja á þér. Ef þú ert hreinn í hjarta og næmur fyrir óspilltum ilmi jarðarinnar munum við æra þig með hlátursrokum og háði og spotti …“ Lögreglumaðurinn stoppaði segulbandið og horfði ákveðið á Lezama. „Hvað segir þú?“ Lezama leit ekki á hann. Hann sagði einungis: „Dag einn mun allt spjall eftir matinn og jafnvel fullnæging elskendanna verða hráefni í pólitíska glæpi …“ 12 Lezama Lima iðraðist ekki en lifði óbarinn í einangrun þau fimm ár sem hann átti ólifuð og fékk ekki fararleyfi á ljóðahátíðir sem honum hafði verið boðið á. Árið 2000 var íbúðin hans orðin að safni og þar bankaði ég á dyr dag einn en enginn vildi svara. Á leiðinni út mætti ég einum íbúa hússins sem sagði safnið víst vera þarna og hóf ég þá að banka að nýju. Mér var loks hleypt inn og vísað til sætis í virðulegum stól. Innan skamms kom góðleg kona um sjötugt og settist beint á móti mér. Við horfðumst hljóð í augu í stundarfjórðung, í þessari íbúð talaði maður ekki um veðrið. Síðan hófst leiðsögnin og lauk í sögulegri stofunni þar sem fyrrgreint samtal hafði átt sér stað tæpum þremur áratugum áður. Háfleygur andinn var horfinn en ég gat þó skoðað dyraumbúnaðinn sem hafði orðið að fjarlægja til að koma skáldinu út úr íbúðinni þegar það veiktist, Lezama var nær 150 kílóum þegar best lét. Þá minntist ég orða Guðbergs Bergssonar sem sagði að kúbönsk yfirvöld hefðu verið raunsæ þegar þau neituðu Lezama um fararleyfi, sætin í kúbönskum flugvélum væru svo þröng að feit skáld gætu ekki flogið. Lezama Lima hefur trúlega aldrei verið kunnari en um þessar mundir og tugir fræði- manna minntust hans á 100 ára fæðingarafmælinu 2010.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.