Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 106
Tó m a s R . E i n a r s s o n 106 TMM 2011 · 1 Hinn heppni Heberto Heberto Padilla var fáorður í ævisögu sinni um líðanina eftir fangelsis- vistina en vinur hans hefur lýst því hvernig hann drakk sig fullan á kvöldin, fór út á svalir og öskraði formælingar gegn Kastró. Vinir hans björguðu honum inn áður en öryggislögreglan skarst í leikinn. Trúlega leið honum svipað og fyrrnefndum Reinaldo Arenas, sem líka kynntist öryggislögreglunni og skrifaði í Áður en dimmir: „Áður en ég fór með játninguna átti ég góðan félaga; stoltið. Eftir játninguna átti ég ekki neitt.“ 13 Hetjuskapur er afstætt hugtak. Padilla afneitaði sínu fyrra sjálfi eftir barsmíðarnar, ólíkt Fidel Kastró sem hafði verið fangi einræðis- herrans Fulgencios Batista og hélt fræga ræðu – Sagan mun sýkna mig. Munurinn var þó sá að aðbúnaður Kastrós var eins og á góðu hóteli og enginn fékk að blaka við honum litla fingri. Kannski var það vegna þess að foreldrar Kastrós þekktu Batista-fjölskylduna.14 Ýmsir aðrir sem lentu síðar í fangelsum Batista voru ekki jafn vel tengdir og báru merki pyntinga ævilangt eins og Carlos Franqui.15 Ögrandi hreinskilni Hebertos Padilla gerði hann að hentugu fórnar- lambi þegar hert var á ritskoðuninni og fælingarmátturinn aðalatriðið; svona fer fyrir þeim sem viðra sjálfstæðar skoðanir. Það liðu þrjátíu ár þar til kúbanskir valdamenn viðurkenndu að það hefðu verið mistök að berja Heberto Padilla og trójuhestskvæðin fóru að birtast í kúbönskum ljóðasöfnum. Það var þó menntamálaráðherrann Abel Prieto sem gekkst við skömminni, Fidel Kastró hefur aldrei gert neitt rangt. Margir ófrægir Kúbanir hafa í gegnum tíðina þurft að þola meiri þjáningar en Padilla vegna skoðana sinna, og líka dauða. Heberto Padilla var í hópi hinna heppnu; hann gat glaðst yfir því í tvö ár, frá 1998 til 2000, að sumir kúbanskir valdamenn væru ekki lengur vissir um að það hefði þjónað málstaðnum að rústa lífi hans. Á Kúbu dagsins í dag snýst allt um þá fyrirætlan stjórnvalda að losa sig við meira en milljón manns af launaskrá og láta það fólk ýmist vinna á eigin vegum eða hjá fyrirtækjum sem reyndar eru ekki fædd enn. Ríkið hefur ekki efni á að halda þessu fólki í óarðbærum störfum. Vonandi eru inni í þeirri tölu þær tugþúsundir af njósnurum sem byggðu upp enn betri gagnagrunn á Kúbu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkru sinni ráðið yfir á Íslandi. Og vonandi eignast Kúbanir líka einhvern tímann þá valdamanneskju sem sýnir alþýðutónlist þeirra þá virðingu sem henni ber. Þá væru þeir búnir að eignast þann bongó- spilara sögunnar sem stæði undir nafni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.